Depardieu dæmdur fyrir kynferðisbrot

Franski leikarinn Gerard Depardieu.
Franski leikarinn Gerard Depardieu. AFP/Thierry Roge

Franski leikarinn Gerard Depardieu hlaut í morgun 18 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að brjóta á tveimur konum við tökur á kvikmyndinni Les Volets Verts árið 2021.

Í frétt á vef fréttaveitunnar AFP segir að dómstóll í París hafi komist að þeirri niðurstöðu að leikarinn ætti að fara á skrá yfir kynferðisafbrotamenn. Leikarinn var ekki viðstaddur þegar dómurinn var upp kveðinn en lögmaður hans sagðist myndu áfrýja dómnum.

Um 20 konur hafa sakað Depardieu um ósæmilega hegðun og kynferðisbrot og er málið það fyrsta sem farið hefur fyrir dómstóla. Ákærendur í málinu eru tvær konur sem störfuðu á tökustað, önnur þeirra aðstoðarleikstjóri og hin kom að gerð leikmyndar. Segja þær leikarann hafa snert þær með ósæmilegum hætti og verið kynferðislega grófan í tali.

Aðalsaksóknari í málinu fór í mars sl. fram á 18 mánaða skilorðsbundinn dóm yfir Depardieu sem hann segir enga iðrun sýna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley