Bræðurnir gætu átt rétt á reynslulausn

Erik og Lyle Menendez í dómsalnum á sínum tíma, þeir …
Erik og Lyle Menendez í dómsalnum á sínum tíma, þeir geta nú loks sótt um reynslulausn. AFP/Mike Nelson

Bræðurnir Eric og Lyle Menendez gætu nú átt rétt á reynslulaun. Endurupptökudómstóll í Los Angeles mildaði nú rétt í þessu dóm þeirra bræðra. 

BBC greinir frá.

Bræðurnir hafa setið af sér lífstíðardóm, án möguleika á reynslulausn, síðastliðin 35 ár fyrir að hafa orðið foreldrum sínum að bana á heimili þeirra í Beverly Hills árið 1989.

Voru þeir á sínum tíma taldir hafa framið morðin til þess að komast yfir auðæfi foreldra sinna, þeir segjast hinsvegar hafa verið beittir ofbeldi, meðal annars kynferðislegu, af hálfu foreldra sinna í áraraðir. 

Áhugi á máli bræðranna hefur aukist upp á síðkastið vegna sjónvarpsþátta Netflix um mál þeirra sem hófu göngu sína síðasta haust. 

Framkoma þeirra eftirtektarverð

Dómarinn i máli bræðranna taldi rétt að milda dóm bræðranna á þann hátt að þeir eiga nú rétt á því að sækja um reynslulausn.

Framkoma bræðranna í fangelsinu síðastliðna áratugi er að sögn dómarans eftirtektarverð, hann telur þó að bræðurnir hafi átt lífstíðardóminn skilið á sínum tíma.

Bræðurnir báðust við réttarhöldin afsökunar á því að hafa myrt foreldra sína. Þeir hyggjast helga lífi sínu því að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldis ef þeim verður veitt reynslulausn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren