Hera Björk kynnir stig Íslands

Hera Björk verður stigakynnir Íslands í Eurovision.
Hera Björk verður stigakynnir Íslands í Eurovision. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hera Björk verður stigakynnir íslensku dómnefndarinnar á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer á laugardaginn.

„Það er mér sannur heiður að fá að gegna þessu hlutverki í ár og ég hlakka mikið til að fá kannski að spreyta mig smá á klassísku frægu frösunum sem tilheyra keppninni og gefa Evrópu hin íslensku „Dúse púaa“ dómnefndarinnar í ár,“ er haft eftir Heru Björk í tilkynningu RÚV. 

Hera Björk er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnug en árið 2010 söng hún lagið Je ne sais quoi í Osló og á síðasta ári flutti hún lagið Scared of Heights í Malmö. Hera hefur verið raddþjálfari og bakraddarsöngkona í þremur öðrum framlögum Íslands.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sama með hverjum þú ert, þú laðar fram kröftugri hliðar fólks og kímnigáfuna líka. Himintunglin hjálpa þér til þess að auka áhrifamátt þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Danielle Steel
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sama með hverjum þú ert, þú laðar fram kröftugri hliðar fólks og kímnigáfuna líka. Himintunglin hjálpa þér til þess að auka áhrifamátt þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Danielle Steel