„Mér leið skelfilega með sjálfa mig“

Casandra Ventura er aðalvitni ákæruvaldsins í dómsmáli á hendur tónlistarmógúlnum …
Casandra Ventura er aðalvitni ákæruvaldsins í dómsmáli á hendur tónlistarmógúlnum Sean „Diddy“ Combs. Samsett mynd/Youtube

Bandaríska söngkonan og dansarinn, Casandra Ventura eða Cassie Ventura, sagði frá erfiðri reynslu sinni og ofbeldi í sambandi hennar og tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs fyrir rétti í New York í gær. Hún lýsti því hvernig hann stjórnaði lífi hennar og þvingaði hana til „niðurlægjandi“ kynlífsathafna.

Ventura er aðalvitni ákæruvaldsins, í máli sem spannar fjölda ára og þar sem fórnarlömbin eru fjölmörg, og sagðist hafa orðið fyrir andlegri og líkamlegri misnotkun af hendi Combs í svokölluðum „freak-off“-athöfnum, sem fólu í sér kynferðislegt samneyti parsins við vændismenn.

Casandra Ventura og Sean „Diddy“ Combs árið 2018.
Casandra Ventura og Sean „Diddy“ Combs árið 2018. AFP/Jewel Samad

Lögfræðiteymi Combs hefur enn ekki hafið að spyrja Ventura en Combs er sagður neita ásökunum á hendur honum er varða fjárkúganir, kynlífsmansal og misnotkun á vændiskonum og mönnum.

Ventura, sem nú er ólétt að sínu þriðja barni, sagðist fyrir rétti hafa hitt Combs þegar hún var 19 ára og reyndi að koma sér á framfæri sem söngkona. Þá var Combs 37 ára. Hún varð ástfangin af Combs, sem var eitt stærsta nafnið í tónlistarbransanum á þessum tíma, en fljótlega sá hún þó aðra hlið á honum. Samband Ventura og Combs stóð yfir í alls ellefu ár, frá 2007 til 2018, með hléum.

Hann náði algjörum tökum á henni og borgaði húsnæði undir hana, bifreið, gaf henni síma og ýmislegt fleira sem hann svo tók af henni þegar hann vildi „refsa“ henni.

Sean „Diddy
Sean „Diddy" Combs á síðasta ári. AFP/Angela Weiss

Vildi þóknast Combs

Hún lýsti því hvernig hann beitti hana líkamlegu ofbeldi ítrekað svo oft sá á henni. Ákæruvaldið varði klukkustundum fyrir rétti í gær í að spyrja hana út í „freak-off“-athafnir, sem snerust m.a. um að Ventura hafði kynmök við vændismenn eða karlkyns fatafellur á meðan Combs fylgdist með.

„Mér leið skelfilega með sjálfa mig,“ sagði hún.

Ventura sagðist hafa tekið þátt í athöfnunum til að þóknast Combs. Þeir niðurlægðu hana og oft stóð ofbeldið yfir í þrjá til fjóra daga. Þá þvingaði Combs hana einnig til að innbyrða lyf svo hún aftengdist sjálfri sér og myndi „afbera“ athafnirnar.

Teikning af rapparanum Sean „Diddy“ Combs í réttarsal í gær. …
Teikning af rapparanum Sean „Diddy“ Combs í réttarsal í gær. Hann var einn stærsti tónlistarmaður og framleiðandi heims í kringum aldamótin. Skjáskot/Youtube

Atburðirnir áttu sér stað víða um heim, oft þegar þau voru í fríi saman, t.d. á Spáni, Íbiza og í Los Angeles. Á meðal annarra ákæruliða reynir ákæruvaldið að sýna fram á að Combs hafi átt þátt í kynlífsmansali og flutningi einstaklinga á milli staða með þeim tilgangi að stunda vændi. Combs stýrði ofbeldinu frá A-Ö, allt frá því hverju Ventura klæddist og til þess sem átti sér stað á milli hennar og vændismannanna.

„Hann stýrði öllum aðstæðum,“ sagði Ventura. „Hann leikstýrði.“

Ventura heldur áfram að bera vitni í dag og mun að öllum líkindum svara spurningum frá verjendateymi Combs.

Casandra Ventura sver eið að sannsögli fyrir rétti í gær.
Casandra Ventura sver eið að sannsögli fyrir rétti í gær. Skjáskot/Youtube
Átakanleg teikning af myndskeiði úr öryggismyndavél hótels í Los Angeles …
Átakanleg teikning af myndskeiði úr öryggismyndavél hótels í Los Angeles þegar Combs réðst á Ventura á hótelganginum í mars 2016. Skjáskot/Youtube

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley