„Okkur finnst víða reimt“

Unfiled hefur haldið bæði standandi og sitjandi tónleika. Hér er …
Unfiled hefur haldið bæði standandi og sitjandi tónleika. Hér er Guðmundur standandi en Atli sitjandi. Ljósmynd/Marta Zajac-Krysiak

„Okkur finnst víða reimt og viljum sækja það,“ segir Atli Bollason um innihald nýrrar plötu Unfiled. Atli  skipar ásamt Guðmundi Úlfarssyni raftónlistar- og listatvíeykið Unfiled sem nýverið sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, samnefnda dúettinum. Platan hefur að geyma sex lög eftir þá félaga sem vinna jöfnum höndum í ólíkum listgreinum, tónlist og sjónlist, og er hún gefin út bæði í föstu formi og stafrænu, á Bandcamp og á vínyl.

Í tilkynningu frá þeim félögum segir að „uggvænleg stemning plötunnar“ sé að miklu leyti komin til vegna notkunar þeirra á rússneska hljóðgervlinum Lyru sem sagður er lífrænn-hliðrænn og hagar sér oft með nokkuð ófyrirsjáanlegum hætti, líkt og reimt væri í vélinni. „Langar spunalotur á Lyruna voru fangaðar á (stafrænt) band og svo klipptar niður, skældar og bjagaðar, og settar í nýtt samhengi. Nær öll hljóð plötunnar, utan slagverks, voru sköpuð með þessum hætti,“ segir um þann hljóðheim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern annan eða láta þínar þarfir mæta afgangi vegna þess að einhver þarf á hjálp þinni að halda.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern annan eða láta þínar þarfir mæta afgangi vegna þess að einhver þarf á hjálp þinni að halda.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley