Veðbankar spá því að Ísland lendi í 24. sæti

Gleðin leyndi sér ekki þegar kynnir kvöldsins tilkynnti að Ísland …
Gleðin leyndi sér ekki þegar kynnir kvöldsins tilkynnti að Ísland væri komið áfram í úrslit Eurovision. Eurovision/Alma Bengtsson

Samkvæmt veðbönkum mun Ísland lenda í 24. sæti á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn. Margt getur þó breyst og ekki er endilega hægt að treysta á spá veðbankanna.

Íslandi var ekki spáð áfram af veðbönkum í gær, en sú spá raungerðist ekki og Ísland flaug áfram í úrslitin. Það vakti mikla athygli að Belginn Red Sebastian komst ekki áfram en veðbankar töldu 90% líkur á því að hann kæmist í úrslit. Það má því ekki fullkomlega treysta á veðbankana þegar kemur að Eurovision, allt getur gerst!

Ísland á í mestri baráttu við Litháen, Danmörku, Grikkland og Lettland miðað við spár veðbankanna.

Væb bræður og Ingi Bauer, meðhöfundur lagsins RÓA, voru ánægðir …
Væb bræður og Ingi Bauer, meðhöfundur lagsins RÓA, voru ánægðir með niðurstöður gærkvöldsins. Eurovision/Alma Bengtsson

Fyrirkomulagið í undanúrslitum er hins vegar öðruvísi en það verður á úrslitakvöldinu. Í undanúrslitum eru aðeins atkvæði kjósenda sem skipta máli. Á úrslitakvöldinu vega niðurstöður dómnefndanna til helmings á móti niðurstöðum atkvæðagreiðslna. Það er því margt sem getur breyst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley