Chris Brown handtekinn

Nokkrir tónleikar eru á döfinni hjá Chris Brown.
Nokkrir tónleikar eru á döfinni hjá Chris Brown. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í Bretlandi fyrr í dag grunaður um alvarlega árás á næturklúbbi í London árið 2023.

Samkvæmt breskum miðlum handtók lögreglan Grammy-verðlaunahafann, sem er 36 ára, snemma í morgun á fimm stjörnu hóteli í norðvesturhluta Manchester. 

Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa gefið út að 36 ára gamall maður sé í haldi grunaður um alvarlega líkamsárás en hafa ekki nafngreint Brown.

Veittist að framleiðandanum með flösku

Samkvæmt heimildum The Sun var Brown handtekinn fyrir meinta líkamsárás á tónlistarframleiðandann Abe Diaw í London í lok febrúar árið 2023. Á hann að hafa veist að honum með flösku á næturklúbbnum Tape í Mayfair-hverfinu.

Brown flaug til Manchester-flugvallar með einkaþotu í gær en hann á að koma fram á nokkrum tónleikum í Bretlandi næsta mánuðinn.

Brown varð frægur ungur að árum fyrir R&B-söng sinn og síðar rapp. Orðspor hans beið hnekki vegna ásakana um heimilisofbeldi og annars konar misnotkun.

Árið 2009 var hann dæmdur fyrir að hafa barið tónlistarkonuna Rihönnu, þáverandi kærustu sína, fyrir Grammy-verðlaunahátíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley