Sýnir fyrrverandi af hverju hann er að missa

Kim Zolciak er 46 ára og sex barna móðir.
Kim Zolciak er 46 ára og sex barna móðir. Skjáskot/Instagram

Kim Zolciak úr þáttunum The Real Houswives of Atlanta sýndi fyrrverandi eiginmanni sínum Kroy Biermann af hverju hann er að missa þegar hún lét taka myndir af sér í efnislitlu ljósgulu strengjabikiníi á ferðalagi sínu til Turks og Caicos- eyja.

Sex barna móðirin setti bikinímyndirnar á Instagram-sögu sína í gær. Hún klæddist einnig stuttu strandpilsi, sandölum og bar töff sólgleraugu.

Hún lofsamar eyjarnar og segir engan stað á jörðu eins og Turks. 

Kim Zolciak lítur vel út í ljósgulu bikiníi.
Kim Zolciak lítur vel út í ljósgulu bikiníi. Skjáskot/Instagram

Zolciak og fyrrverandi ruðningsleikmaðurinn Biermann giftu sig árið 2011 og eiga fjögur börn saman, en fyrir átti Zolciak dæturnar Aariannu og Brielle. Í maí 2021, var fjölskylduþætti Zolciak, Don't Be Tardy, aflýst vegna fjölskyldavandamála en þættirnir höfðu verið í sýningu á Bravo árin 2012-2020.

Tveimur árum síðar komu upp gífurleg fjárhagsvandamál hjá hjónunum. Í febrúar 2023 stóðu hjónin frammi fyrir að missa eign sína í Georgíufylki en þá kom fram að hjónin skulduðu um eina milljón dollara í skatta. Þau skildu stuttu síðar.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley