„Við svindlum smá“

Breska þríeykið Remember Monday, sem samanstendur af þeim Lauren Byrne, Charlotte Steele og Holly-Anne Hull, stígur á svið í kvöld með lagið What The Hell Just Happened?.

Um er að ræða síðara undanúrslitakvöld Eurovision en mbl.is verður með beina lýsingu hér á vefnum úr höllinni.

Bretland er ein af þeim þjóðum ásamt Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni sem eru kallaðar hinar „Fimm stóru“. Þau lönd eru örugg í úrslit vegna fjárframlaga.
Þótt stelpurnar flytji lag sitt í kvöld þurfa þær því ekki að keppa um sæti heldur mæta VÆB-bræðrunum beint í úrslitunum á laugardag. 

„Yfirþyrmandi, en okkur líður vel“

„Við erum í góðum gír. Við erum mjög, mjög hamingjusamar. Þetta er yfirþyrmandi, en okkur líður vel, er það ekki, stelpur?
Við svindlum smá og förum beint í úrslitin. Það finnst okkur reyndar svolítið ósanngjarnt.“

Fjögurra tíma skvísu-morgun

Þær segjast ekki hafa tileinkað sér neina sérstaka „Eurovision-morgunrútínu“ - nema fegurðarstússið:

„Morgunrútínan í dag var bara fjögurra tíma „glam“. Við fórum í hár og förðun, fengum okkur smá að borða og hoppuðum svo í búningana. Það var allur morgunninn.“

Aðspurðar hver uppáhaldsdrykkurinn þeirra sé svara þær hlæjandi:

„Ó, tekílaskot? Já, tekílaskot - einmitt það.“

Urðu vinsælar eftir The Voice 

Remember Monday hefur starfað í fjórtán ár en hljómsveitin varð landsþekkt eftir þátttöku í The Voice UK. Lagið What The Hell Just Happened? er fjörugt popplag sem fjallar um óvæntar uppákomur á djamminu. 

Í kvöld flytja þær lagið í beinni útsendingu frá Basel ásamt 15 öðrum löndum sem keppa um tíu úrslitasæti. Á laugardag mætast Bretland, Ísland og 24 önnur lönd í úrslitunum þar sem 200 milljónir áhorfenda fylgjast með í beinni útsendingu.

mbl.is fylgist að sjálfsögðu með Basel-ævintýrinu þar til yfir lýkur og verður með beina lýsingu í kvöld frá síðara undanúrslitakvöldinu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
5
Arnaldur Indriðason
Loka