„Börnin mín koma með mér hvert sem ég fer“

Beyoncé Knowles þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir besta rapp frammistöðu …
Beyoncé Knowles þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir besta rapp frammistöðu á sviði með lagi sínu Savage, 2021. Kevin Winter/AFP

Rumi Carter, yngri dóttir tónlistarparsins Beyoncé Knowles og Jay-Z, verður öruggari með hverjum tónleikunum á Cowboy Carter-túr móður sinnar.

Í nýju myndbandi frá fimmtu tónleikum Beyoncé í Los Angeles syngur Rumi, sem er sjö ára, með laginu Protector, faðmar móður sína, brosir og vinkar aðdáendum. Á sviðinu er einnig eldri systir hennar, hin þrettán ára Blue Ivy Carter.

Frá tónleikum Beyoncé í Cowboy Carter-tónleikaröðinni.
Frá tónleikum Beyoncé í Cowboy Carter-tónleikaröðinni. Skjáskot/Instagram

Amma stúlknanna, Tina Knowles, sagði í síðustu viku að Rumi væri dugleg að taka eftir því sem stóra systir hennar gerir á sviðinu og kallar það „stóru systur orkuþjálfun“.

„Það hvernig hún fylgist með Blue og speglar hverja hreyfingu ... þú getur séð að hún er að taka glósur,“ skrifaði Tina.

Í viðtali við GQ í september sagði Beyoncé að hún skipulagði tónleikana í kringum dagskrá barnanna sinna. 

„Börnin mín koma með mér hvert sem ég fer,“ sagði Beyoncé. „Þau koma á skrifstofuna til mín eftir skóla og þau eru í stúdíóinu með mér. Það er eðlilegt að þau læri kóreógrafíuna mína.“

View this post on Instagram

A post shared by TETRIS (@itstetrisbish)

Elle

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren