Justin Bieber rýfur þögnina

Tónlistarmógúllinn Sean „Diddy“ Combs sem hefur verið ákærður fyrir kynlífsmansal …
Tónlistarmógúllinn Sean „Diddy“ Combs sem hefur verið ákærður fyrir kynlífsmansal var einn þeirra sem komu Justin Bieber á kortið. Samsett mynd/Instagram/ANGELA WEISS

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur rofið þögnina um orðróm þess efnis að hann hafi verið eitt fórnarlamba tónlistarmógúlsins Sean „Diddy“ Combs.

Réttarhöldin yfir Combs hófust í New York á mánudag og standa nú yfir, en hann er ákærður m.a. fyrir kynlífsmansal og kærurnar varða fjölmörg meint fórnarlömb. 

Bieber gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist ekki hafa verið fórnarlamb Combs. 

Orðrómur hefur verið á kreiki að hann hafi orðið fyrir barðinu á rapparanum er hann sem unglingur steig sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Eitt af því sem ýtti undir orðróminn var myndband af þeim Bieber og Combs sem sýndi þá hanga saman í tvo sólarhringa en þeir unnu saman að plötu á þeim tíma.

Heimildarmenn segja Bieber hafi átt erfitt með að meðtaka fréttirnar þegar Combs var færður í gæsluvarðhald í New York í haust vegna fjölda ásakana á hendur honum. Combs var einn þeirra sem átti þátt í að byggja upp feril Biebers. Þrátt fyrir það segja heimildarmenn að Bieber hafi séð eftir að vinna með rapparanum að plötu hans Off the Grid, árið 2023.

„Ef hann hefði haft einhverja hugmynd um hvað væri í vændum hefði hann ekki unnið með Combs.“

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren