Austurríki vann Eurovision

Hinn austuríski JJ sigurvegari Eurovision árið 2025. Fyrir aftan hann …
Hinn austuríski JJ sigurvegari Eurovision árið 2025. Fyrir aftan hann sést sigurvegari keppninnar árið 2024, Nemo. AFP

Hinn austurríski JJ vann Eurovision í kvöld með laginu „Wasted Love“. Atriðið fékk 436 stig. 

Í öðru sæti var Ísrael, með 357 stig, og Eistland í því þriðja, með 356 stig. 

Svíum var lengst af spáð sigri en þeir höfnuðu í fjórða sæti með 321 stig. 

Ísland hafnaði í næst síðasta sæti, því 25., með 33 stig. 

Ellefu ár eru síðan Austurríki unnu síðast en þá var það Conchita Wurst með laginu Rise Like a Phoenix. JJ hefur sagt í viðtölum að Wurst sé mikil fyrirmynd fyrir hann.

Hér má sjá flutning JJ í kvöld. 

24 ára og ólst upp í Dúbaí

Johannes Pietsch er 24 ára gamall, en listamannsnafn hans er JJ. Hann fæddist í Vín en ólst upp í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hann tók þátt í austuríska hæfileikaþættinum Starmania árið 2021 og komst í úrslit. Árið áður hafði hann tekið þátt í bresku keppninni The Voice. 

JJ lærði klassískan söng í háskóla í Vín.

Úr austuríska atriðinu.
Úr austuríska atriðinu. AFP

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren