Ráku trommarann

Dave Grohl söngvari Foo Fighters.
Dave Grohl söngvari Foo Fighters. AFP

Dave Grohl og félagar í rokksveitinni Foo Fighters hafa rekið trommarann Josh Freese úr sveitinni. Freese gekk til liðs við sveitina árið 2023 og tók við sæti Taylor Hawkins. 

Engar skýringar hafa fengist á brottrekstrinum en Freese greindi sjálfur frá honum á samfélagsmiðum í dag. Sagði hann að liðsmenn Foo Fighters hefðu tilkynnt sér á mánudag að þeir vildu „fara í aðra átt“.

Til vinstri er Taylor Hawkins sem lést 25. mars 2022. …
Til vinstri er Taylor Hawkins sem lést 25. mars 2022. Hann hafði spilað með Foo Fighters í rúma tvo áratugi. Til hægri er Josh Freese sem var arftaki Hawkins en var rekinn í byrjun vikunnar. Samsett mynd

„Ég naut síðustu tveggja ára með þeim, bæði á sviði og þar fyrir utan, og ég styð þá leið sem þeir telja að best sé fyrir bandið að fara,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley