Meghan Markle hellti sér yfir starfsfólkið

Karl Bretakonungur, Camilla hertogaynja af Cornwall, Elísabet drottning, Meghan Markle …
Karl Bretakonungur, Camilla hertogaynja af Cornwall, Elísabet drottning, Meghan Markle hertogaynja af Sussex, Harry prins, Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja af Cambridge saman komin í júlí, árið 2018, á svölum Buckingham-hallar til að fylgjast með herflugvél á vegum konunglega flugflotans. Tolga AKMEN / AFP

Hertogaynjan af Sussex og lífstílsmógúllinn, Meghan Markle, er sögð hafa hellt sér svo yfir starfsfólk við undirbúning brúðkaups þeirra Harrys Bretaprins að Elísabet II drottning þurfti að stíga inn í. 

Harry prins og Meghan giftu sig árið 2018 í St. George's-kapellunni í Windsor-kastala.

„Eitt skipti, í aðdraganda brúðkaupsins fór Meghan í kastalann til að smakka á matseðlinum sem endaði í leiðinlegum samskiptum við starfsfólkið,“ segir konunglegi ættfræðingurinn Katie Nicholl í nýrri bók sinni The New Royals. 

Meghan varð uppstökk og sagðist hafa búist við grænmetisfæði á matseðlinum þegar Elísabet drottning steig inn í og sagði: „Meghan, í þessari fjölskyldu tölum við ekki svona við fólk.“

Tilfellið er ekki það eina þar sem Meghan hefur skeytt skapi sínu á starfsfólki kastalans.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins gott að lesa smáa letrið í öllum samningum áður en þeir eru undirritaðir. Haltu áfram því þú munt verða stoltur af þeim árangri sem þú nærð.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins gott að lesa smáa letrið í öllum samningum áður en þeir eru undirritaðir. Haltu áfram því þú munt verða stoltur af þeim árangri sem þú nærð.