Sér alls ekki eftir miðjupartskertinu

Gwyneth Paltrow leikkona.
Gwyneth Paltrow leikkona. AFP

Gwyneth Paltrow leikkona talaði um kerti sín á ráðstefnu sem fram fór í Los Angeles á laugardaginn var. Kertin, sem komu á markað árið 2020, voru umdeild en nafnið á þeim gaf til kynna að þau lyktuðu eins og miðjupartur leikkonunnar. Framleiðsla kertanna hefur verið hætt en leikkonan segist þó á ráðstefnunni að hún stæði með sjálfri sér og það hefði verið rétt ákvörðun að framleiða þau. 

Kertið kostaði 75 dollara en núna gengur það kaupum og sölum á 400 dollara.

Hugmyndin af ilmvatninu byrjaði sem brandari

Upphaflega var hugmyndin af kertinu brandari á milli Paltrow og ilmvatnsframleiðandans Douglas Little. Segist hún hafa sagt við hann í gríni að þau ættu að setja kertið á sölu og nokkru síðar hafi hún tekið eftir að það væri komið í sölu á vefsíðunni. 

„Ég ákvað að halda því á síðunni því það er ákveðin hlið á kynferði kvenna sem okkur er kennt að skammast okkar fyrir og ég elskaði þessa hugmynd að þetta væri að gefa skilaboðin við erum fallegar og æðislegar og ef þú ert ósammála þá máttu fokka þér,“ sagði hún. 

Eftir miklar vinsældir kertisins fór Paltrow að framleiða tvær fleiri tegundir kerta. Eina sem hún kallaði „This smells like my orgasm" eða „þetta lyktar eins og fullnægingin mín,“ og  „This smells like my prenup“ eða „þetta lyktar eins og eignarskipta samningurinn minn“.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren