Sjaldgæft að hún láti sjá sig á rauða dreglinum

Amal Clooney er ekki tíður gestur á frumsýningum.
Amal Clooney er ekki tíður gestur á frumsýningum. AFP

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, eiginkona stórleikarans George Clooney, mætti í glæsilegum svörtum silkikjól á rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Clooney hefur á undanförnum árum valið viðburðina vel og sjaldgæft að hún láti sjá sig. 

Clooney mætti klædd svörtum silkikjól úr eldri línu John Galliano. Hárið hennar þótti einstaklega glæsilegt enda mjög þykkt og dökkt. Það var mikið líf í hárinu sem var liðað í endana.

Glæsilegur svartur kjóll frá John Galliano.
Glæsilegur svartur kjóll frá John Galliano. AFP

Við hlið Bono

Eiginmaður hennar var ekki á staðnum. Clooney gekk hins vegar ásamt góðvini sínum, Bono, fyrir frumsýningu á nýjustu kvikmynd hans Bono: Stories of Surrender. Kvikmyndin er byggð á sjálfsævisögu hans. 

Bono, Amal Clooney og The Edge.
Bono, Amal Clooney og The Edge. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley