Íslenska tónlistarfólkið Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar Ólafsson eru meðal þeirra tólf sem tilnefnd hafa verið til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Þau hafa bæði áður verið tilnefnd til verðlaunanna
„Tilnefningarnar í ár endurspegla það besta sem norræn tónlist hefur upp á að bjóða í dag og sýna bæði breidd og gæði norræns tónlistarlífs,“ segir í tilkynningu.
Tilkynnt verður um verðlaunahafann 21. október, í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi. Handhafa verðlaunanna verður afhent styttan Norðurljós á sérstakri verðlaunahátíð. Verðlaunin nema 300 þúsundum danskra króna eða um 5,8 milljónum íslenskra króna.
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi.
Fyrir Íslands hönd sitja í dómnefndinni þeir Arnar Eggert Thoroddsen og Ásmundur Jónsson auk Hafdísar Bjarnadóttur sem er varamaður.
Hér má sjá heildarlista tilnefndra:
Danmörk
Finnland
Færeyjar
Ísland
Noregur
Svíþjóð
Álandseyjar