Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar tilnefnd

Ánægð Emilíana og Víkingur Heiðar voru einnig tilnefnd til verðlaunanna …
Ánægð Emilíana og Víkingur Heiðar voru einnig tilnefnd til verðlaunanna árið 2017 og sátu þá fyrir á mynd hjá ljósmyndara Morgunblaðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska tónlistarfólkið Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar Ólafsson eru meðal þeirra tólf sem tilnefnd hafa verið til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Þau hafa bæði áður verið tilnefnd til verðlaunanna

„Tilnefningarnar í ár endurspegla það besta sem norræn tónlist hefur upp á að bjóða í dag og sýna bæði breidd og gæði norræns tónlistarlífs,“ segir í tilkynningu. 

Tilkynnt verður um verðlaunahafann 21. október, í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi. Handhafa verðlaunanna verður afhent styttan Norðurljós á sérstakri verðlaunahátíð. Verðlaunin nema 300 þúsundum danskra króna eða um 5,8 milljónum íslenskra króna. 

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi.

Fyrir Íslands hönd sitja í dómnefndinni þeir Arnar Eggert Thoroddsen og Ásmundur Jónsson auk Hafdísar Bjarnadóttur sem er varamaður. 

Hér má sjá heildarlista tilnefndra:

Danmörk

  • Annisette Koppel
  • Ying-Hsueh Chen

Finnland

  • Elina Vähälä
  • Pekko Käppi

Færeyjar

  • Brimheim

Ísland

  • Emilíana Torrini
  • Víkingur Heiðar Ólafsson

Noregur

  • Trondheim Jazzorkester
  • Vilde Frang Bjerke

Svíþjóð

  • El Perro del Mar
  • Sofia Jernberg

Álandseyjar

  • Sofie Asplund
Hópur tilnefndra.
Hópur tilnefndra.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley