Segir Diddy hafa borgað sér 30.000 dollara fyrir að þegja

Cassie Ventura og Sean Combs árið 2018, sama ár og …
Cassie Ventura og Sean Combs árið 2018, sama ár og Morgan sagði að árásin hafi átt sér stað. AFP/Jewel Samad

Kerry Morgan fyrrverandi besta vinkona Cassie Ventura segir Sean „Diddy“ Combs hafa ráðist á sig á heimili Ventura í Kaliforníu árið 2018. Þessu greindi hún frá við réttarhöld hans í New York á mánudag. Ventura, sem var kærasta Diddy á þessum tíma, segir hana ýkja málið.

„Cassie var á klósettinu og þá var hann kominn inn. Hann hefur verið með lykil sem hún vissi ekki af. Ég var í stofunni og hann kom aftan að mér og hélt þétt utan um hálsinn á mér þangað til hann stóð upp og henti herðatré í hausinn á mér,“ segir Morgan. 

Það sá á henni við þetta og segir hún að fingraför Diddy hafi verið á hálsi hennar. Í kjölfar árásarinnar hafi hann krafist þess að fá að vita hverjum Ventura væri að halda framhjá sér með. Morgan sagðist ekki vita það. Hún hafi fengið heilahristing og svimað mikið. Og hafi síðan kastað upp eftir árásina. Hún fór á bráðavaktina í kjölfarið. 

Skrifaði undir þagnarskyldusamning á pizzastað

Seinna um daginn fellst Morgan á að hitta Ventura á pizzastað í Hollywood þar sem hún lagði fram þagnarskyldusamning. Diddy hafi síðan borgað henni 30.000 dollara fyrir að halda sér saman og segja engum frá árásinni. 

Ventura hafi sagt við hana á staðnum að hún væri að mjólka málið og ýkja það. Upp frá því slitu þær samskiptum hvor við aðra.

Hafði áður orðið vitni af ofbeldinu

Morgan var viðstödd heimili Ventura þegar að hún mætti þangað eftir að Diddy réðst á hana á gangi hótels árið 2016. Myndskeið af þeirri árás hefur mikið verið notað við réttarhöldin en þar sést Diddy beita Ventura ofbeldi.

Morgan sagðist sjálf hafa verið skelfingu lostin vegna hegðunar hans en að Ventura hafi virst vera „dofin.“

„Ég held að henni hefði verið alveg sama hefði hann komið inn og drepið hana.“

Ventura bar vitni í réttarhöldum Diddy í síðustu viku og fór hún þá yfir samband þeirra sem á langa sögu. Samband sem einkenndist af líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Diddy hefur meðal annars verið kærður fyrir mansal, samsæri og þátttöku í vændi og ef hann er dæmdur sekur gæti hann átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley