Chris Brown laus gegn tryggingu

Bandaríski rapparinn Chris Brown á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar, 2020.
Bandaríski rapparinn Chris Brown á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar, 2020. ALERIE MACON / AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var látinn laus gegn tryggingu fyrir dómstóli í London eftir að hann var ákærður fyrir þátttöku í ljótri árás sem átti sér stað á næturklúbbi árið 2023.

Grammy-verðlaunahafinn, sem hefur ekki enn verið beðinn um að svara ákærunni, mun geta hafið tónleikaferðalag sitt í næsta mánuði líkt og áætlað var.

Hann var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku og síðan ákærður fyrir alvarlega líkamsárás þar sem hann átti að hafa ráðist á tónlistarframleiðanda með tequilaflösku á Tape-klúbbnum í Mayfair í London 2023.

Hinn 36 ára tónlistarmaður var ekki viðstaddur þegar ákvörðun var tekin í dag þar sem dómarinn sagði hann lausan gegn fimm milljón punda tryggingagjaldi, eða um 860 milljónir króna.

Áætlað er að tónleikaferð Brown hefjist í Amsterdam 8. júní og síðar í mánuðinum og í júlí í Manchester, London, Cardiff, Birmingham og Glasgow. Ef hann kemur ekki til baka til Bretlands eftir tónleikana í Amsterdam mun tryggingin renna út í sandinn, en hann á að mæta fyrir rétt aftur 20. júní.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley