Combs hefur neitað sök í öllum ákæruliðum

Rapparinn Sean Combs og leikkonan Cassie Ventura stilla sér upp …
Rapparinn Sean Combs og leikkonan Cassie Ventura stilla sér upp við frumsýningu kvikmyndarinnar The Perfect Match í Hollywood, í mars, 2016. FREDERIC J. BROWN / AFP

Tónlistarmógúllinn Sean Diddy Combs tjáði sig við réttarhöldin í New York í gær. „Ég elska ykkur öll,“ sagði hann þegar dómstóllinn gerði hlé. „Já, ást.“

Combs hefur neitað sök í öllum ákæruliðum er varða kynlífsmansal, fjárkúgun og flutning fólks á milli staða gagngert til að stunda vændi. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann deilir ást til viðstraddra í réttarsalnum. Á skissum frá réttarhöldunum sést hann gera hjarta með höndunum.

Rapparinn hefur ekki enn verið leiddur í vitnastúkuna en fjöldi fólks sem hafa verið í kringum hann í fortíðinni hafa borið vitni, þ.á.m fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Cassie Ventura.

Í vitnisburði sínum sagðist Ventura hafa tekið þátt í hundruðum kynlífspartýja eða viðburða, sem kallast „freak-offs“, ásamt fylgdarmönnum sem voru sérstaklega ráðnir af Combs. Ventura sagði m.a. að hún hefði verið þvinguð af Combs til að taka þátt, jafnvel þótt hún væri með þvagfærasýkingar. Þá sagðist hún einnig hafa fengið sár á tunguna af eiturlyfjum en einnig af munnmökum þar sem sleipiefni og olía voru notuð.

Ventura hætti með Combs 2018 eftir að þau höfðu verið sundur og saman í áratug.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley