Guðrún hrækir á Ragnar í 6. sinn

Mæðginin Ragnar og Guðrún.
Mæðginin Ragnar og Guðrún.

Nýju verki eftir Ragnar Kjartansson, „Me and My Mother 2025“, hefur verið bætt við sýningu hans Brúna tímabilið sem hefur staðið opin í i8 Granda frá 18. janúar og mun standa til 18. desember. Brúna tímabilið er sýning þar sem fikt og tilraunamennska ráða ríkjum, að því er segir í tilkynningu, enda verður verkum skipt út nokkuð oft.

Verkið „Me and My Mother 2025“ er það sjötta í frægri seríu Ragnars sem hann gerir ásamt móður sinni, leikkonunni Guðrúnu Ásmundsdóttur. Gjörningurinn var tekinn upp á myndband í fyrsta skipti árið 2000 þegar Ragnar var 24 ára en þau mæðginin hafa endurtekið hann á fimm ára fresti síðan þá. „Í myndbandsverkinu hrækir Guðrún ítrekað á son sinn en sú gjörð kallar fram allt í senn húmor, hrylling og fáránleika,“ segir í tilkynningunni.

Þess má geta að Ragnar opnaði fyrir nokkrum dögum sína fyrstu einkasýningu í Eistlandi, A Boy and a Girl and a Bush and a Bird, í listasafninu Kumu í Tallinn. Hún stendur til 21. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley