Fyrsta smásagnasafnið hlýtur alþjóðlega Bookerinn

Max Porter afhenti Mushtaq og Bhasthi verðlaunin.
Max Porter afhenti Mushtaq og Bhasthi verðlaunin. Ljósmynd/David Parry

Smásagnasafnið Heart Lamp eftir Banu Mushtaq hlýtur alþjóðlegu Booker-verðlaunin 2025. Deepa Bhasthi þýddi bókina úr tungumálinu kannada sem talað er á Indlandi og er þetta fyrsta bókin þýdd úr því máli sem hlýtur verðlaunin. Er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem smásagnasafn er verðlaunað.

Verðlaunin eru veitt árlega verki sem gefið er út í enskri þýðingu og skipta höfundur og þýðandi með sér verðlaunafénu, sem er 50 þúsund pund eða um 8,5 milljónir íslenskra króna.

Heart Lamp er safn 12 sagna sem fjalla um daglegt líf kvenna og stúlkna í samfélagi múslima á Suður-Indlandi. Þær ­birtust í heimalandi höfundarins á árunum 1990 til 2023. Mushtaq er blaðamaður og lögfræðingur og hefur lengi beitt sér fyrir réttindum kvenna, að því er fram kemur á vef verðlaunanna. Frekari upplýsingar má finna á thebookerprizes.com.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren