Setur sólarvörn á bossann

Þýski tónlistarmaðurinn og eiginmaður Heidi Klum, Tom Kaulitz, ásamt ástinni …
Þýski tónlistarmaðurinn og eiginmaður Heidi Klum, Tom Kaulitz, ásamt ástinni sinni á rauða dreglinum í Cannes. Sameer AL-DOUMY / AFP

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum er í Frakklandi um þessar mundir, ásamt eiginmanni sínum og tónlistarmanninum Tom Kaulitz. Hún setti lítið myndskeið af þeim hjónakornum á Instagram í gær sem sýnir Kaulitz maka sólarvörn á bossann á henni þar sem þau nutu sólarinnar á frönsku rivíerunni.

Í myndskeiðinu klæðist Klum strengjabikiníi og hefur Kaulitz því auðvelt aðgengi að rasskinnunum. „Heppin ég,“ skrifaði hún við færsluna og bætti við litlu lyndistákni með hjörtum.

Klum og Kaulitz giftu sig árið 2019 og vita hvernig á að halda rómantíkinni á lofti, sérstaklega þegar þau eru í fríi. Eftir að þau fóru í sjóinn sáust þau hönd við hönd á ströndinni. Þau gengu rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes í síðustu viku þegar þau mættu til frumsýningar kvikmyndarinnar Mission Impossible - The Final Reckoning.

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley