Það sem fannst á einu heimili Sean „Diddy“ Combs

Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu húsleit á heimilum Diddy í tengslum við …
Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu húsleit á heimilum Diddy í tengslum við mansals- og kynferðisafbrotamál. AFP

Réttarhöldin yfir rapparanum Sean „Diddy“ Combs í New York eru komin á aðra viku. Þriðjudaginn 20. maí síðastliðinn lögðu saksóknarar fram rúmlega 50 ljósmyndir sem sýna það sem alríkislögreglan fann þegar hún réðst inn í stórhýsi tónlistarmannsins á Miami Beach 25. mars 2024. Myndirnar sem dómkjaranum voru kynntar bak við luktar dyr hafa nú verið birtar opinberlega.

Það sem fannst

Alls kyns vopn og skotfæri fundust, myndir sýndu meðal annars þrjá AR-15 riffla, nokkrar 45 kalíbera skammbyssur, gullhúðaðar byssukúlur og kassa af skotum.

Mikið af lyfjum og vímuefnum fannst í húsinu. Plastpokar með fjöl­lituðum pillum, poki merktur „Golden Teachers“ með ofskynjunarsveppum, hvítt duft með upprúlluðum 100 dollara seðli sér við hlið, auk klónasepams og bleikum CIP-pillum sem talið er að innihaldi ketamín. 

Skúffur og hillur voru fullar af kynlífsleikföngum, tugir flaskna af sleipiefni og barnaolíu, ásamt heilum kassa af Vital Honey, tilbúnu stinningarlyfi. Einnig fannst fullt af skókössum stútfullir af platformhælum, auk Gucci-snyrtitösku sem lögreglan segir hafa innihaldið eiturlyf.

Þrír farsímar fundust ofan í gúmmístígvéli og einnig fannst grænn kassi merktur „Diddy“ sem innihélt marijúana, veltipappír og bleikt duft.

Hægt er að sjá myndir af því sem fannst á heimili Combs á Miami Beach á Page Six.

Tenging við alvarlegar ákærur

Saksóknarar halda því fram að munirnir styðji ákærur um mansal, vændi og hótanir . Rannsókn öryggisráðuneytisins (DHS) sem stóð yfir í meira en ár leiddi til samræmdra húsleita á heimilum Combs í Miami, Los Angeles og New York í mars 2024. Í vitnisburði fyrrverandi samstarfsfólks og hugsanlegra fórnarlamba hefur verið partíum Combs verið lýst sem „freak-off“ partí og að fíkniefni, ofbeldi og nauðung voru daglegt brauð.

Combs neitar alfarið sök

Verjendur Combs telja saksóknara mála ranga mynd. Þeir segja að öll vopnin séu skráð löglega, kynlífs­búnað og smyrsl vera fullorðins­vörur fyrir fullorðið fólk og að hluti pillanna sé lyfseðilsskyldur. Combs hefur sjálfur neitað sök í öllum ákæruliðum og segist staðráðinn í að sanna sakleysi sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley