Amanda Bynes kemur aðdáendum sínum á óvart

Amanda Bynes hefur tekið töluverðum breytingum frá því hún var …
Amanda Bynes hefur tekið töluverðum breytingum frá því hún var barnastjarna í Hollywood. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Amanda Bynes afhjúpaði nýtt húðflúr og nýja hárgreiðslu á TikTok, aðeins örfáum vikum eftir að hún gekk til liðs við OnlyFans.

Barnastjarnan fyrrverandi, sem er 39 ára, er nú þegar með önnur flúr og m.a. hjarta í andlitinu. Hún segir í myndbandinu að hún og besta vinkona hennar, Dylan, hafi fagnað tíu ára vináttu með því að láta flúra á sig bókstafinn X, sem er tíu í rómversku tölunum.

Í myndskeiðinu sýnir Bynes einnig nýju hárgreiðsluna og segir hve spennt hún sé yfir breytingunni. 

Í síðasta mánuði kom hún fylgjendum sínum á óvart þegar hún tilkynnti um þátttöku sína á OnlyFans. Hún sagðist þó ekki myndu deila neinum „viðbjóði“ heldur miklu fremur nota miðilinn til að eiga samskipti við aðdáendur sína. Hún rukkar 50 dali fyrir mánaðaráskrift.

Frá því Bynes sneri frá Hollywood 2010 hefur hún einbeitt sér meira að tísku og list. Fólk hafði þó miklar áhyggjur af geðheilsu og fíkniefnaneyslu Bynes en um tíma var hún svipt sjálfræði sínu. 

Bynes sótti nám við Fashion Institute of Design and Merchandising þaðan sem hún útskrifaðist 2014. Árið 2022 fékk hún sjálfræðið til baka og segist hafa verið edrú allar götur síðan.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley