Billy Joel greindur með heilasjúkdóm

Billy Joel spilaði á Grammýverðlaununum í fyrra.
Billy Joel spilaði á Grammýverðlaununum í fyrra. AFP

Bandaríski stórsöngvarinn Billy Joel hefur verið greindur með heilasjúkdóm. Hefur hann því aflýst fjölda væntanlegra tónleika.

Sjúkdómurinn nefnist NPH (e. Normal pressure hydrocephalus), og felst í aukningu á heila- og mænuvökva í höfði. Heilabilun er algengur fylgikvilli sjúkdómsins.

„Þetta ástand hefur versnað vegna nýlegra tónleika, sem hefur leitt til vandamála með heyrn, sjón og jafnvægi,“ sagði í yfirlýsingu frá teymi Joels sem birt var á opinberum samfélagsmiðlareikningi hans í dag en Hollywood Reporter greinir frá.

Joel, sem er orðinn 76 ára, bætir við: „Mér þykir afar leitt að valda aðdáendum okkar áhyggjum og takk fyrir ykkar skilning.“

Joel, söngvarinn á bak við slagara á borð við Piano man, stefndi í tónleikaferðalag þar sem hann hugðist spila á 17 tónleikum í Norður-Ameríku og Englandi.

Hann hafði þegar frestað ferðalaginu um fjóra mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley