Athafnakonan Viktoría Kjartansdóttir og kærastinn hennar Vignir Daði Valtýsson, sem starfar við kvikmyndagerð, hafa verið dugleg að deila samvistum sínum á TikTok undanfarna mánuði. Nýjasta myndbandið, sem Viktoría setti inn í gærkvöldi, hefur fengið sérstaklega hlý viðbrögð. Þar hringir Vignir í alla helstu vini sína til að segja góða nótt fyrir svefninn.
Í klippunni má sjá Vigni segja sömu einlægu línuna:
„Hæ, hvernig hitti ég á þig? Ég ætlaði bara að bjóða góða nótt.“
Myndbandið vakti kátínu hjá fólki ef marka má athugasemdir undir myndbandinu. Áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson skrifar:
„Ok, ÞETTA er wholesome bro - contentið sem við þurfum ❤️ takk, made my day.“
Með einu stuttu símtali hefur Vignir Daði líklega minnt okkur hin á að meira að segja á tímum samfélagsmiðla getur eitt símtal enn glatt bæði þann sem hringir og þann sem svarar.
TikTok-myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan: