Stytta af Jim Morrison fundin eftir 37 ár

Jim Morrison lést aðeins 27 ára gamall.
Jim Morrison lést aðeins 27 ára gamall.

Brjóstmynd af bandaríska söngvaranum Jim Morrison er fundin 37 árum eftir að henni var stolið úr kirkjugarði í París. Þar hafði hún skreytt gröf söngvarans fræga. Í frétt AFPsegir að franska lögreglan hafi nýverið fundið brjóstmyndina fyrir tilviljun, vegna leitar sem framkvæmd var í máli sem tengist fjársvikum.

Styttan er útkrotuð.
Styttan er útkrotuð. AFP/DPJ-PP

Styttan er eftir króatískan listamann, Mladen Mikulen, og hafði prýtt gröf Morrisons tíu árum eftir andlát hans. Hann lést árið 1971, aðeins 27 ára gamall. Styttunni var síðan rænt sjö árum eftir að henni hafði verið komið fyrir, árið 1988, og hafði ekki komið í leitirnar fyrr en nú. Aðdáendur hljómsveitar Morrisons, The Doors, hafa í gegnum tíðina heimsótt legstaðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins gott að lesa smáa letrið í öllum samningum áður en þeir eru undirritaðir. Haltu áfram því þú munt verða stoltur af þeim árangri sem þú nærð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins gott að lesa smáa letrið í öllum samningum áður en þeir eru undirritaðir. Haltu áfram því þú munt verða stoltur af þeim árangri sem þú nærð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley