Af listum: Sjá, hinar seiðandi sírenur

Beyoncé hefur hleypt hefðbundnum dívuskilgreiningum í uppnám, m.a. í laginu …
Beyoncé hefur hleypt hefðbundnum dívuskilgreiningum í uppnám, m.a. í laginu „Diva“ (2009). Ljósmynd/Asterio Tecson, Wikicommons

Diva útleggst gyðja á latínu og fór orðið að gera vart við sig í heimi dægurmenningar og afþreyingar um miðja 19. öld en þá fór kvenröddum að fjölga í óperuheiminum. Er fram í sótti fór þess og að verða vart í heimi kvikmynda, tónlistar, tísku o.s.frv. Orðið er iðulega notað yfir konur sem þykja skara fram úr á sínu sviði sökum hæfileika, konur sem eru öruggar og sjarmerandi og fylla upp í þau rými sem þær ganga inn í eins og að drekka vatn. Það gustar af þeim. En skilgreiningin felur það líka í sér að viðkomandi kona búi yfir viðkvæmu skaplyndi, sé kröfuhörð, frek og yfirþyrmandi. Sjálfumglöð jafnvel. Fyrri lýsingin er einhvern veginn hafin yfir vafa, það er nóg að horfa til manneskja eins og Arethu Franklin, Amy Winehouse, Madonnu og fleiri og það þarf ekkert að rökræða málin meir. Þetta eru dívur, bombur, já og amen. Seinni lýsingin er hins vegar flóknari og þessir neikvæðu eiginleikar eru meira og minna stimplun af hendi feðraveldisins sem óttast ekkert meir í þessum heimi en konur sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Að þær hafi eigin meiningar og geri jafnvel kröfur, Guð hjálpi oss!

Margir hugsa til Mariu heitinnar Callas óperusöngkonu þegar hugsað er …
Margir hugsa til Mariu heitinnar Callas óperusöngkonu þegar hugsað er um dívur. Ljósmynd/Wikicommons
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley