Gugga í gúmmíbát segist víst vera með alvöru brjóst

Guðrún Svava Egilsdóttir.
Guðrún Svava Egilsdóttir. Skjáskot/Instagram @guggaigummibat

Áhrifavaldurinn og fyrrverandi hlaðvarpsstjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát, sat nýverið fyrir spjalli á Vísi þar sem hún deildi því hvernig ætti að stíla sig fyrir körfuboltaleiki, sem áhorfandi.

Viðtalinu var deilt á Facebook ásamt mynd af Guðrúnu Svövu og athugasemdakerfið logaði. Fólk virtist hafa mjög ólíkar skoðanir varðandi, jú, brjóstin hennar. Guðrún Svava tók málin í sínar hendur. Hún tók saman grófustu athugasemdirnar og bregst við þeim í nýju myndbandi á TikTok.

„Þvílík hörmung. Stúlkan er ekki í lagi.”

Hér eru nokkur dæmi um það sem fólki lá helst á hjarta:

„Hún er allavega með tvo aukabolta ef á þarf að halda,” skrifaði Sigurður.

„Það er greinilega búið að blása í þessa bolta,” skrifaði Hrefna.

Þórdís lét sér ekki nægja kaldhæðni heldur lýsti yfir áhyggjum: „Þvílík hörmung. Stúlkan er ekki í lagi.”

Það voru þó ekki einungis kaldhæðnisleg og neikvæð ummæli undir viðtalinu en ein konan skrifaði undir:

„En hvað það er ömurlegt að sjá athugasemdirnar hérna undir þessari grein. Mikið myndi ég skammast mín fyrir að eiga foreldra eða ömmu og afa sem höguðu sér með þessum hætti á netinu.’’

Lætur ekki þvaður rífa sig niður þrátt fyrir að fólk reyni

Guðrún Svava virðist ekki af baki dottin en hún endar TikTok-myndbandið á því að velta fyrir sér hvernig fólk nenni að tala svona mikið um brjóstin á sér og tekur fram að brjóstin eru alvöru.

„Mér finnst galið hvað fólk nennir að tala mikið um brjóstin mín, þau eru ekki gervi þannig ef þið viljið borga fyrir brjóstaminnkun þá megið senda mér eina komma eina milljón.''

TikT­ok-mynd­bandið sem um ræðir má sjá hér að neðan:

@guggaigummibat

facebook commentin have my heart💗💗

♬ original sound - Gugga Í Gúmmíbát
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinur þinn gæti orðið órólegur vegna þess að gamall vinur úr fortíðinni leitar þig uppi. Réttlætiskennd þín er gott veganesti og þér farnast illa ef þú reynir að svæfa hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinur þinn gæti orðið órólegur vegna þess að gamall vinur úr fortíðinni leitar þig uppi. Réttlætiskennd þín er gott veganesti og þér farnast illa ef þú reynir að svæfa hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley