Ný Dogma-stefnuyfirlýsing kynnt

Thomas Vinterberg var á meðal forsprakka Dogma 95. Hann hlaut …
Thomas Vinterberg var á meðal forsprakka Dogma 95. Hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir myndina sína Druk. AFP/Chris Pizzello

Fyrir þrjátíu árum sköpuðu fjórmenningarnir Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Søren Kragh-Jacobsen og Kristian Levring kvikmyndastílinn Dogma 95. Nú hefur upphafleg stefnuyfirlýsing Dogma verið uppfærð og hafa fimm alþjóðlegir leikstjórar sameinast um að blása nýju lífi í kvikmyndalistina. Tilkynnt var um þetta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes sem stendur nú yfir. Sænski fjölmiðillinn SVTgreinir frá.

Stefnuyfirlýsingin samanstendur af tíu nýjum dogmum sem ætlað er að standa vörð um listræn heilindi kvikmyndaformsins á breyttum tímum. Öll handrit eiga til dæmis að vera handskrifuð og hefur leikstjórinn eitt ár til að ljúka við hverja kvikmynd frá því að hann færir fyrst orð á blað. Þá mega leikstjórar ekki styðjast við internetið í kvikmyndaferlinu. Hinir fimm nýju Dogma-leikstjórar eru May el-Toukhy, Isabella Eklöf, Milad Alami, Annika Berg og Jesper Just.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley