„Vesenisfaktorinn á þessu verki er mjög hár“

Þau Matthias og Gunnhildur eru listrænir stjórnendur kammerhópsins Ensemble Adapter …
Þau Matthias og Gunnhildur eru listrænir stjórnendur kammerhópsins Ensemble Adapter sem stendur að baki nýrri viðburðaröð sem kallast Kolkrabbinn. Morgunblaðið/Karítas

„Okkur langaði til þess að skapa vettvang í Reykjavík fyrir tónlistarverkefni sem dansa á mörkum tónlistar, gjörningalistar, dans og leikhúss. Við erum sjálf búin að starfa í samtímatónlist mjög lengi og höfum alltaf haft mjög gaman af því að vinna heildstætt með upplifun áhorfenda. Sem sagt við hugsum alltaf mikið um umgjörð tónleikanna, lýsingu og svo framvegis.

Þetta hefur í gegnum árin færst mjög í aukana og um leið erum við farin að vinna mikið þverfaglega þannig að verkefnin sem við vinnum snúast ekki lengur bara um tónlist heldur teygja sig inn á svið annarra listgreina. Þannig er myndmál, texti, búningar og sviðsmynd allt hluti af listaverkinu sem oftar en ekki er skapað í samsköpunarferli,“ segir Gunnhildur Einarsdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum Matthias Engler, er listrænn stjórnandi kammerhópsins Ensemble Adapter en hópurinn stendur að baki nýrri viðburðaröð í samvinnu við Tjarnarbíó sem kallast Kolkrabbinn.

Á Kolkrabbanum má sjá verk sem dansa á mörkum tónlistar, gjörningalistar, dans og leikhúss. Kolkrabbinn er með alla anga úti og allt í öllu. Hann vill eitthvað óvenjulegt og skemmtilegt, ögrandi og nýtt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér gengur einstaklega vel í dag. Hafðu þá ánægju bara fyrir þig, því maður á ekki að skemmta sér á kostnað veikleika annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér gengur einstaklega vel í dag. Hafðu þá ánægju bara fyrir þig, því maður á ekki að skemmta sér á kostnað veikleika annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir