Börn tilnefna besta menningarefnið

Mynd frá því á hátíðinni í fyrra þar sem var …
Mynd frá því á hátíðinni í fyrra þar sem var heldur betur líf, fjör og mikil gleði. Ljósmynd/Aðsend

Sögur - verðlaunahátíð barnanna fer fram í áttunda sinn í beinni útsendingu á RÚV frá Borgarleikhúsinu laugardaginn 7. júní og af því tilefni var á sama stað rétt í þessu upplýst um tilnefningar til verðlaunanna.

Sem fyrr fengu börn af öllu landinu að kjósa það menningarefni sem þeim finnst hafa skarað fram úr í barnamenningu á liðnu ári en þannig fá þau rödd til að velja það sem þeim finnst vel gert og upphefja þannig barnamenningu á Íslandi.

„Við erum umvafin sögum – þær eru í tónlistinni sem við hlustum á, leiknar á leiksviðum landsins, sýndar í kvikmyndahúsum og sjónvarpi og auðvitað í bókunum sem við lesum og sögunum sem við segjum. Markmið verkefnisins er að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi, sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið,“ segir meðal annars í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

Tilnefnt í tíu flokkum

Verðlaun verða veitt í tíu flokkum en tilnefnd eru:

Lag ársins „Elli Egils“ með Herra Hnetusmjör, „Ég er nóg“ með Leikhópnum Lottu, „Gemmér, Gemmér“ með IceGuys, „RÓA“ með VÆB og „Til í allt Pt. III“ með Friðriki Dór, Steinda Jr. og Herra Hnetusmjör.

Flytjandi ársins Herra Hnetusmjör, IceGuys, Laufey Lín, Una Torfa og VÆB.

Fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins Iceguys II, Idol, Krakkaskaupið 2024, Kviss og Söngvakeppnin.

Barna- og unglingaefni ársins Krakkafréttir, Lubbi finnur málbein, Skólahreysti, Skrekkur 2024 og Stundin okkar - tökum á loft!

Talsetning ársins Sonic 3 - Doktor Róbotnikk: Björgvin Franz Gíslason, Aulinn ég - Agnes: Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Aulinn ég - Gru: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Kung Fu Panda - Po: Hjálmar Hjálmarsson og Wicked P1 - Glinda: Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir.

Sýning ársins Bangsímon (Leikhópurinn Lotta), Blómin á þakinu (Þjóðleikhúsið), Tumi fer til tunglsins (Óperudagar), Þetta er Laddi (Borgarleikhúsið) og Ævintýri Orra óstöðvandi og Möggu Messi (Þjóðleikhúsið).

Leikari/leikflokkur ársins Almar Blær Sigurjónsson (Ævintýri Orra óstöðvandi og Möggu Messi), Inga Sóllilja og Dagur Atlason -Stefanía / Stefán (Blómin á þakinu), Aurora og Stúlknakór Reykjavíkur (Tumi fer til tunglsins), Þórhallur Sigurðsson, Laddi, (Þetta er Laddi) og Sigsteinn Sigurbergsson (Bangsímon).

Bók ársins ICEGUYS - Heiða Björg Þórbergsdóttir, Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal, Kæró­keppnin - Embla Bachmann, Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson og Stella segir bless! - Gunnar Helgason,

Myndlýsing ársins Bekkurinn minn -Hendi! - Iðunn Arna Björgvins­dóttir, Fíasól í logandi vandræðum - Halldór Baldursson, Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi - Þorvaldur Sævar Gunnarsson, Skólaslit 3 - Öskurdagur - Ari H.G. Yates og Lea My Ib og Stúfur og björgunarleiðangurinn - Blær Guðmundsdóttir.

Sjónvarpsstjarna ársins Aron Can Gultekin, Herra Hnetusmjör, Inga Sóllilja Arnarsdóttir, Sandra Barilli og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.).

Börnin verðlaunuð

Einnig fá börn sem eiga sigurverk í flokkum smásagna, laga og texta, stuttmyndahandrita og leikritahandrita Svaninn, verðlaunagrip Sagna.

Lög og textar barnanna voru útsett af Ingvari Alfreðssyni og í ár eru það lögin „Ekki gefast upp“ eftir Hönnu Rún Einarsdóttur, flutt af Klöru Elías, „Strætóinn sem kom aldrei“ eftir Hákon Geir Snorrason, flutt af Jóni Jónssyni, og „Tungumálið okkar rokkar“ eftir Þórunni Obbu Gunnarsdóttur, flutt af Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur.

Lögin verða flutt á verðlaunahátíðinni og í kjölfarið gefin út á streymisveitunni Spotify.

Leikritahandritin þrjú, Aftur Saman eftir Leu Rós da Silva, Óvænt ferð á Keili eftir Brynju Rún Héðinsdóttur og Elly Margrethe Sand Jespersdóttur og Öskur í fjarska eftir Eldeyju Vöku Björnsdóttur voru unnin og sett upp af Borgarleikhúsinu, þar sem leikarar voru nemendur á lokaári leiklistarskóla leikhússins.

Stuttmyndahandritin Einhyrningurinn og kanínan eftir Máneyju Mist Arnþórsdóttur, Hvað er í gangi eftir Elísabetu Söru Kolsöe, Karítas Magnúsdóttur og Hlyn Axel Bjarkason og Óvæntar fréttir eftir Ástríði Grímu Ásgrímsdóttur voru unnin áfram og verða aðgengileg á vef KrakkaRÚV þann 6. júní.

Unnu sögurnar með ritstjóra

Auk þess hlutu börnin sem áttu verðlaunasögur viðurkenningu og verða sögur þeirra birtar í bókinni Risastórar smásögur á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu þann 8. júní en smásögurnar voru unnar með ritstjóranum Evu Rún Þorgeirsdóttur: 

Vorsaga eftir Árdísi Lauru Árnadóttur
Elsa í heimsókn hjá ömmu eftir Ásdísi Evu Þorsteinsdóttur
Skýjaverurnar eftir Bergdísi Dalíu Hallsdóttur
Árið 1993 eftir Berglindi Svönu Helgadóttur
Jólakötturinn mótmælir eftir Bríeti Lovísu Þórðardóttur
Töfralaufblaðið eftir Egil Stefánsson
Litli góði einhyrningurinn eftir Glódísi Evu Arnþórsdóttur
Skjátíminn eftir Guðna Viðar Sverrisson
Öðruvísi jólasveinn eftir Jódísi Kristínu Jónsdóttur
Ótrúlegt en satt eftir Jónínu Kolbrúnu Kolbeinsdóttur
Ferðalagið eftir Júlíu Rós Guðbjartsdóttur
Tannlæknaferðin, Sunna og Litla Hrekkjavökusagan um Sölku eftir Kríu Kristjónsdóttur
Kalli og loftsteinarnir eftir Ottó Hugberg Torfason, Pétur Véstein Gunnarsson, Sigurbjörn Skugga Magnússon og Þorfinn Sigurörn Knörr Arnaldarson
Herra Mjásli og furðulega músin eftir Ragnhildi Söru O'Brien
Tíminn eftir Rakel Hörpu Magnúsdóttur
Salka og vinir hennar leysa ráðgátu eftir Steinunni Birnu Unnarsdóttur
Töfrahummusinn eftir Thor Guðna Arason Kjærbo og Aðalgeir Emil Arason Kjærbo
Mömmurnar eftir Úlfhildi Maríu Eldjárn

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frjálsleg orka fylgir deginum og hvetur til nýbreytni. Taktu skref út fyrir vanann og prófaðu eitthvað annað. Ný upplifun gæti verið ánægjuleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frjálsleg orka fylgir deginum og hvetur til nýbreytni. Taktu skref út fyrir vanann og prófaðu eitthvað annað. Ný upplifun gæti verið ánægjuleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir