Megi það brenna

Rún, Stefanía og Starri mynda Virgin Orchestra. Hér sjást þau …
Rún, Stefanía og Starri mynda Virgin Orchestra. Hér sjást þau á einu af salernum Bíós Paradísar. Ljósmynd/Kaja Sigvalda

Sex laga plata með þríeykinu Virgin Orchestra sem ber titilinn Let it Burn, eða Megi það brenna kom út í seinasta mánuði. Virgin Orchestra skipa þau Starri Holm, Stefanía Pálsdóttir og Rún Árnadóttir og var hljómsveitin stofnuð þegar þau Starri og Stefanía voru saman í námi í Listaháskóla Íslands, árið 2021, og var í fyrstu dúett en hefur verið tríó frá því sellóleikarinn Rún bættist í hópinn.

Í tilkynningu segir um nýju plötuna að þar fari „kraftmikið safn laga“ sem sameini post-pönk, klassíska tónlist, draumapopp og aðrar tónlistarstefnur í heillandi blöndu. Á undan þessari plötu hafi komið smáskífurnar „Venus In Scorpio“, „The Pathetic Song“ og „Banger“ en Let it Burn sýni hvernig Virgin Orchestra hafi vaxið sem hljómsveit og meðlimir sem lagahöfundar. „Og á vissan hátt líka sem vinir, þar sem traustið á „skrítnum hugmyndum“ hvers annars hefur dýpkað og styrkst,“ segir þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir