Útilokað að feðgarnir sættist

Harry prins og Karl Bretakonungur hafa ekki talst við í …
Harry prins og Karl Bretakonungur hafa ekki talst við í langan tíma. Samsett mynd

Álitsgjafar telja ólíklegt að Harry prins og Karl kóngur nái nokkurn tíman sáttum. Þetta herma heimildir The Post.

„Það er engin leið til baka,“ segir konunglegi álitsgjafinn Hilary Fordwich í viðtali við Fox News.

„Karli þykir vænt um Harry en finnst áhættusamt að opna á nánari samskipti við hann. Vilhjálmur prins hefur nákvæmlega engan áhuga á að sættast við hann.“

Þá er sagt að ráðgjafar nærri kónginum ráðleggi honum að friðmælast ekki við Harry á þann hátt að það komi niður á Vilhjálmi prins á nokkurn hátt þegar hann mun svo taka við krúnunni. „Það er enginn nálægt honum sem vill að hann sættist við Harry og Kamilla kýs að blanda sér ekki í þessi mál.“

„Sárin eru svo djúp að Vilhjálmur hefur algerlega lokað á Harry. Karl vill ekki fara gegn vilja sonar síns sem er verðandi kóngur. Það varð mikill trúnaðarbrestur sem erfitt er að fyrirgefa.“

Stutt er síðan Harry prins fór í viðtal við BBC sem sagt er hafa útrýmt öllum vonum um að endurheimta traust þeirra á milli.

„Kóngurinn einfaldlega treystir honum ekki. Þetta átti ekki að vera árás en hægt að túlka á þann veg og það gerir Karli erfiðara fyrir að leita sátta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn býður upp á nýjar hugmyndir og ferska orku. Taktu frumkvæði og haltu áfram að treysta á innsæið. Þú getur breytt gangi mála með einlægu viðhorfi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Anna Rún Frímannsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn býður upp á nýjar hugmyndir og ferska orku. Taktu frumkvæði og haltu áfram að treysta á innsæið. Þú getur breytt gangi mála með einlægu viðhorfi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Anna Rún Frímannsdóttir