Þetta völdu börnin

Mynd frá hátíðinni árið 2023.
Mynd frá hátíðinni árið 2023. Ljósmynd/Aðsend

Verðlaunahátíð Sagna fór fram í beinni útsendingu á RÚV með pompi og prakt í áttunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld en þar voru sköpunarverk barna og barnamenning í aðalhlutverki. 

Kynnar hátíðarinnar voru þau Sandra Barilli og Ágúst Þór Brynjarsson en heiðursverðlaun Sagna í ár voru veitt Þórunni Björnsdóttur, kórstjóra, fyrir ómetanlegt framlag sitt til barnamenningar og tónlistaruppeldis um árabil.

Orri algjörlega óstöðvandi

Veitt voru verðlaun fyrir það barnamenningarefni sem stóð upp úr á síðasta ári samkvæmt niðurstöðum kosningar fyrir börnin á landinu sem fram fór í vor. 

Lag ársins:

  • Elli Egils með Herra Hnetusmjör

Flytjandi ársins:

  • VÆB

Fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins:

  • Iceguys II

Barna- og unglingaefni ársins:

  • Krakkafréttir

Talsetning ársins:

  • Wicked P1 – Glinda: Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir

Sýning ársins:

  • Ævintýri Orra óstöðvandi og Möggu Messi (Þjóðleikhúsið)

Leikari/leikflokkur ársins:

  • Inga Sóllilja og Dagur Atlason – Stefanía / Stefán (Blómin á þakinu)

Bók ársins:

  • Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi – Bjarni Fritzson

Myndlýsing ársins:

  • Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi – Þorvaldur Sævar Gunnarsson

Sjónvarpsstjarna ársins:

  • Aron Can
Verðlaunahátíðin hefur skipað sér fastan sess enda um að ræða …
Verðlaunahátíðin hefur skipað sér fastan sess enda um að ræða nokkurs konar uppskeruveislu íslenskrar barnamenningar. Ljósmynd/Aðsend

Tvær sigursögur

Börnin sem áttu sigurverk í flokki smásagna, lags og texta, stuttmyndahandrita og leikritahandrita hlutu Svaninn, verðlaunagrip Sagna.

Sigursögurnar í ár voru Jólakötturinn mótmælir eftir Bríeti Lovísu Þórðardóttur og Tannlæknaferðin eftir Kríu Kristjónsdóttur. Smásögurnar verða aðgengilegar á heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu frá og með morgundeginum en stuttmyndirnar þrjár sem hlutu verðlaun hafa nú verið birtar á vef KrakkaRÚV.

Leikritin voru flutt 10. apríl síðastliðinn, bæði í Borgarleikhúsinu og á Barnamenningarhátíð, og koma þau út rafrænt á heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í haust.

Þá var tónlistin sem flutt var á hátíðinni samin af börnum og flutt af Klöru Elías, Jóni Jónssyni og Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur ásamt Skólakór Kársness.

Markmiðið að upphefja barnamenningu á Íslandi

Sögur er samstarfsverkefni sjö stofnana; Borgarbókasafnsins, Borgarleikhússins, Bókmenntaborgar UNESCO, KrakkaRÚV, Listar fyrir alla, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Markmið verkefnisins er að lyfta upp verkum barna og sýna þeim hvað getur orðið úr hugmyndum þeirra. Einnig að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið.

Loks er það markmið verkefnisins að gefa börnum rödd með því að leyfa þeim að velja það sem þeim finnst vel gert á sviði barnamenningar og upphefja þannig barnamenningu á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Orka dagsins kallar á athafnir. Þú finnur fyrir krafti og frumkvæði. Hvettu sjálfan þig áfram með jákvæðum hugsunum og láttu ekki litlar hindranir hægja á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Abby Jimenez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Orka dagsins kallar á athafnir. Þú finnur fyrir krafti og frumkvæði. Hvettu sjálfan þig áfram með jákvæðum hugsunum og láttu ekki litlar hindranir hægja á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Abby Jimenez