Verðlaunahátíð Sagna fór fram í beinni útsendingu á RÚV með pompi og prakt í áttunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld en þar voru sköpunarverk barna og barnamenning í aðalhlutverki.
Kynnar hátíðarinnar voru þau Sandra Barilli og Ágúst Þór Brynjarsson en heiðursverðlaun Sagna í ár voru veitt Þórunni Björnsdóttur, kórstjóra, fyrir ómetanlegt framlag sitt til barnamenningar og tónlistaruppeldis um árabil.
Veitt voru verðlaun fyrir það barnamenningarefni sem stóð upp úr á síðasta ári samkvæmt niðurstöðum kosningar fyrir börnin á landinu sem fram fór í vor.
Lag ársins:
Flytjandi ársins:
Fjölskyldusjónvarpsþáttur ársins:
Barna- og unglingaefni ársins:
Talsetning ársins:
Sýning ársins:
Leikari/leikflokkur ársins:
Bók ársins:
Myndlýsing ársins:
Sjónvarpsstjarna ársins:
Börnin sem áttu sigurverk í flokki smásagna, lags og texta, stuttmyndahandrita og leikritahandrita hlutu Svaninn, verðlaunagrip Sagna.
Sigursögurnar í ár voru Jólakötturinn mótmælir eftir Bríeti Lovísu Þórðardóttur og Tannlæknaferðin eftir Kríu Kristjónsdóttur. Smásögurnar verða aðgengilegar á heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu frá og með morgundeginum en stuttmyndirnar þrjár sem hlutu verðlaun hafa nú verið birtar á vef KrakkaRÚV.
Leikritin voru flutt 10. apríl síðastliðinn, bæði í Borgarleikhúsinu og á Barnamenningarhátíð, og koma þau út rafrænt á heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í haust.
Þá var tónlistin sem flutt var á hátíðinni samin af börnum og flutt af Klöru Elías, Jóni Jónssyni og Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur ásamt Skólakór Kársness.
Sögur er samstarfsverkefni sjö stofnana; Borgarbókasafnsins, Borgarleikhússins, Bókmenntaborgar UNESCO, KrakkaRÚV, Listar fyrir alla, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Markmið verkefnisins er að lyfta upp verkum barna og sýna þeim hvað getur orðið úr hugmyndum þeirra. Einnig að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið.
Loks er það markmið verkefnisins að gefa börnum rödd með því að leyfa þeim að velja það sem þeim finnst vel gert á sviði barnamenningar og upphefja þannig barnamenningu á Íslandi.