Sly Stone látinn

Sylvester Stewart eða „Sly Stone“ eins og hann var oftast …
Sylvester Stewart eða „Sly Stone“ eins og hann var oftast kallaður. AFP/Eric Estrade

Sly Stone, brautryðjandi í funk- og rokktónlist og aðalsöngvari hljómsveitarinnar Sly and the Family Stone, er látinn, 82 ára að aldri. BBC greinir frá.

Sly Stone, sem hét í raun Sylvester Stewart, hóf feril sinn sem plötusnúður í San Francisco og stofnaði hljómsveitina Sly and the Family Stone ásamt systkinum sínum.

Hljómsveitin verð feikivinsæl og spilaði meðal annars á hinum goðsagnakenndu Woodstock-tónleikum árið 1969 og á Summer of Soul-hátíðinni í Harlem sama ár.

Meðal helstu laga hljómsveitarinnar eru til dæmis lögin If You Want Me to Stay og Everyday People.

Á áttunda áratugnum dró svo úr tónleikahaldi hjá hljómsveitinni eftir fíkniefnavanda og innanbúðar ágreininga.

Hljómsveitin var tekin inn í frægðarhöll rokksins eða „Rock and Roll Hall of Fame“ árið 1993. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
5
Arnaldur Indriðason
Loka