Lively ætlar að standa með sér

Bake Lively heldur áfram í réttarbaráttu sinni gegn Justin Baldoni.
Bake Lively heldur áfram í réttarbaráttu sinni gegn Justin Baldoni. AFP/Michael Loccisano

Gossip Girl-stjarnan, Blake Lively, virtist hæstánægð þegar hún gekk út af Chanel Tribeca Festival listamannakvöldverðinum skömmu eftir að 400 milljón dala málsókn Justin Baldonis gegn henni og eiginmanni hennar, Ryan Reynolds, var vísað frá dómi af dómaranum Lewis J. Liman í New York-ríki í Bandaríkjunum.

Lagalegur ágreiningur milli þeirra hófst seint á seinasta ári þegar hún lagði fram kæru á hendur Baldoni sem var leikstjóri og mótleikari hennar í kvikmyndinni It Ends With Us. Þar sakaði hún hann um kynferðislega áreitni. Baldoni hafnaði öllum ásökunum og höfðaði í kjölfarið mál gegn Lively. 

Leikkonan, sem er 37 ára og er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Gossip Girl, tjáði sig um úrskurðinn í gær á Instagram-reikningi sínum.

Þar segist hún vera staðráðnari en nokkru sinni fyrr í því að standa með rétti kvenna til að láta í sér heyra og standa uppi fyrir sér sjálfum.

Blake Lively segist staðráðnari en nokkru sinni fyrr að standa …
Blake Lively segist staðráðnari en nokkru sinni fyrr að standa með rétti kvenna til að láta í sér heyra. Skjáskot/Instagram

Lögmenn Lively segja við Page six að þeir muni krefjast málskostnaðar, þrefaldra skaðabóta og miskabóta frá Baldoni vegna þess sem þeir kalla „áreitismálarekstur.“

Lögmenn Baldoni hafa enn ekki tjáð sig um málið.

Sami dómari vísaði einnig 250 milljón dala meiðyrðamálsókn Baldonis gegn New York Times frá dómi í desember 2024, þar sem miðillinn fjallaði um tilkynningu Lively um kynferðislega áreitni af hálfu Baldonis. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern annan eða láta þínar þarfir mæta afgangi vegna þess að einhver þarf á hjálp þinni að halda.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern annan eða láta þínar þarfir mæta afgangi vegna þess að einhver þarf á hjálp þinni að halda.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley