Brian Wilson látinn

Brian Wilson var söngvari hinnar gríðarlega áhrifamiklu hljómsveitar Beach Boys.
Brian Wilson var söngvari hinnar gríðarlega áhrifamiklu hljómsveitar Beach Boys. AFP/Kevin Winter

Brian Wilson, ameríski tónlistarmaðurinn og forsprakki hljómsveitarinnar Beach Boys, er látinn, 82 ára að aldri.

Fjölskylda hans greindi frá andlátinu með sorg í hjarta á Instagram.

„Við gerum okkur grein fyrir því að við deilum sorg okkar með heiminum,“ segir jafnframt í færslunni.

Ein áhrifamesta hljómsveit rokksögunnar

Wilson var fæddur í Inglewood í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum 20. júní 1942. Hann var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Beach Boys, ásamt bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda þeirra Mike Love, og skólafélaga Al Jardine.

Hljómsveitin naut gífurlegra vinsælda, sérstaklega á sjöunda áratug síðustu aldar og átti hljómsveitin tíu lög sem náðu í efstu tíu sætin á vinsældaristum frá árunum 1962-1966. Flest þeirra voru skrifuð í heild eða að hluta af Brian Wilson.

Verk hljómsveitarinnar höfðu gífurleg áhrif á rokksöguna og ber þar einna helst að nefna plötuna Pet Sounds sem Bítillinn Paul McCartney sagði að hefði haft mikil áhrif á Bítlaplötuna Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band.

Þessar plötur tróna oft á toppum á listum yfir bestu plötur allra tíma og má þar nefna slíkan lista frá tímaritinu Rolling Stone frá árinu 2003 þar sem Sgt. Peppers var sett í fyrsta sæti og Pet Sound í það annað á lista yfir 500 bestu plötur allra tíma.

Plötur hljómsveitarinnar hafa selst í meira en 100 milljónum eintaka.

Geðrænir erfiðleikar

Wilson átti við mikla geðræna erfiðleika að stríða og misnotaði hann bæði fíkniefni og áfengi er hann leiddi Beach Boys. Endaði þetta með því að hann var rekinn úr sinni eigin hljómsveit árið 1982.

Brian ásamt Beach Boys voru innleiddir inn í frægðarhöll rokksins árið 1988.

Árið 2011 var fræg­asta „týnda“ plata rokk­sög­unn­ar, Smile með Beach Boys, gefin op­in­ber­lega út, rúm­um fjöru­tíu árum eft­ir að sturlaður Bri­an Wil­son gekk frá hálf­köruðu verki.

Árið 2012 hætti hljóm­sveit­in vegna átaka á milli hljóm­sveit­armeðlima.

Tónleikar í Eldborg 2016

Brian átti eftir að koma fram á fjölmörgum tónleikum eftir að hann var rekinn úr hljómsveitinni. 

Meðal annars flutti hann Pet Sounds plötuna í heild sinni ásamt hljómsveit á tónleikarferðalagi og kom hann fram á Íslandi árið 2016.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir