Frægasti ástarþríhyrningurinn

Ormstunga verður frumsýnd í janúar á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Ormstunga verður frumsýnd í janúar á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Ljósmynd/Jorri

Ormstunga er glænýr íslenskur söngleikur sem frumsýndur verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í janúar. 

Byggir hann á Gunnlaugs sögu Ormstungu og er eftir þá Hafstein Níelsson og Ólíver Þorsteinsson en Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu. 

Höfundarnir upplifa drauminn 

Uppsetning verksins var jafnframt lokaverkefni Hafsteins á 2. ári sviðslistabrautar Listaháskólans. Segir í tilkynningu að nemendasýningin hafi slegið í gegn og verið sýnd þrisvar sinnum fyrir troðfullum sal.

Síðastliðið ár hafa Hafsteinn og Ólíver, í samstarfi við Gísla Örn Garðarsson, unnið að áframhaldandi þróun verksins og fengu þeir Jóhann Damian R. Patreksson (JóaPé) í hlutverk tónlistarstjóra og meðhöfundar tónlistar. 

Höfundar verksins, þeir Ólíver Þorsteinsson og Hafsteinn Níelsson.
Höfundar verksins, þeir Ólíver Þorsteinsson og Hafsteinn Níelsson. Ljósmynd/Jorri

Valinn maður í hverju rúmi

Í hlutverkum Helgu, Gunnlaugs og Hrafns verða þrír ungir leikarar, Jakob von Oosterhout,  Rán Ragnarsdóttir og Kristinn Óli Haraldsson (Króli) en aðrir leikarar í verkinu eru Almar Blær Sigurjónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir,  Kjartan Darri Kristjánsson, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Selma Rán Lima, Sigurbjartur Sturla Atlason,  Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Örn Árnason ásamt fleirum.

Frægasti ástarþríhyrningur Íslandssögunnar 

Sagan um Gunnlaug Illugason, Hrafn Önundarsson og Helgu hina fögru Þorsteinsdóttur er líklega einn frægasti ástarþríhyrningur fornbókmenntanna og jafnvel Íslandssögunnar allrar; saga um ung skáld sem takast á. Of lengi hafa örlögin hrjáð þau en nú fyrir framan áhorfendur fá þau loksins að gera upp sín mál! Ormstunga er saga um drauma, ástir og ill örlög, saga sem spyr spurninga eins og hvað geri mann að hetju. 

Lag úr verkinu var flutt á Grímunni í gær en ítarlegt viðtal við Króla má lesa á menningarsíðum blaðsins á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir