Myndir: Gríman afhent

Erna Ómarsdóttir fór hamförum af gleði þegar ljóst var að …
Erna Ómarsdóttir fór hamförum af gleði þegar ljóst var að hún hefði verið valinn danshöfundur ársins. Stuttu síðar var sýning hennar Hringir Orfeusar og annað slúður einnig valin sýning ársins 2025. Að baki hennar eru þau Svandís Dóra Einarsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson sem afhentu verðlaunin. Ljósmynd/Jorri

Gleðin var allsráðandi þegar Íslensku sviðslista­verðlaun­in, Grím­an, voru af­hent í 23. sinn við hátíðlega at­höfn í Borg­ar­leik­hús­inu í gærkvöldi. Danssýningin Hring­ir Orfeus­ar og annað slúður í sviðsetn­ingu Íslenska dans­flokks­ins og leiksýningin Ungfrú Ísland hlutu flest Grímu­verðlaun í ár, eða sam­tals þrenn hvor sýn­ing. Kjartan Ragnarsson hlaut heiðursverðaun Íslenska sviðslistasambandsins. 

Lovisa Ósk Gunnarsdóttir listdansstjóri Íslenska dansflokksins flutti þakkarræðu þegar hún …
Lovisa Ósk Gunnarsdóttir listdansstjóri Íslenska dansflokksins flutti þakkarræðu þegar hún tók við verðlaunum fyrir sýningu ársins, sem var Hringir Orfeusar og annað slúður eftir Ernu Ómarsdóttur. Ljósmynd/Jorri
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti Kjartani Ragnarssyni heiðursverðlaun Sviðslistasambandsins.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti Kjartani Ragnarssyni heiðursverðlaun Sviðslistasambandsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hrósaði gróskunni í sviðslistasenunni.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hrósaði gróskunni í sviðslistasenunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fulltrúar sviðslistahússins Afturámóti hlaut hvatningarverðlaun valnefndar Grímunnar þetta árið.
Fulltrúar sviðslistahússins Afturámóti hlaut hvatningarverðlaun valnefndar Grímunnar þetta árið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Birna Pétursdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki í Ungfrú …
Birna Pétursdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki í Ungfrú Ísland. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sigurður Sigurjónsson var valinn leikari ársins í aðalhlutverki í Heim.
Sigurður Sigurjónsson var valinn leikari ársins í aðalhlutverki í Heim. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Katla Margrét Þorgeirsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir …
Katla Margrét Þorgeirsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir Köttur á heitu blikkþaki. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hákon Jóhannesson var valinn leikari ársins í aukahlutverki í Sýslumaður …
Hákon Jóhannesson var valinn leikari ársins í aukahlutverki í Sýslumaður dauðans. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Jakob Birgisson, aðstoðarmaður ráðherra, léku …
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Jakob Birgisson, aðstoðarmaður ráðherra, léku á létta strengi. Þorbjörg afhenti hvatningarverðlaun valnefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Axel Hallkell Jóhannesson var verðlaunaður fyrir leikmynd sína í verkinu …
Axel Hallkell Jóhannesson var verðlaunaður fyrir leikmynd sína í verkinu Fjallabak. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri uppfærslunnar Ungfrú Ísland, tók við verðlaunum …
Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri uppfærslunnar Ungfrú Ísland, tók við verðlaunum fyrir hönd Filippíu I. Elísdóttur sem verðlaunuð var fyrir búninga sína í Ungfrú Ísland. Fyrir aftan eru Valgerður Rúnarsdóttir og Bjarni Snæbjörnsson sem afhentu verðlaunin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Birnir Jón Sigurðsson var verðlaunaður sem leikskáld ársins fyrir verk …
Birnir Jón Sigurðsson var verðlaunaður sem leikskáld ársins fyrir verk sitt Sýslumaður dauðans. Dísella Lárusdóttir fagnar með honum á sviðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Dísella Lárusdóttur afhentu nokkur verðlaun.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Dísella Lárusdóttur afhentu nokkur verðlaun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bryndís Guðjónsdóttir var valin söngvari ársins fyrir frammistöðu sína í …
Bryndís Guðjónsdóttir var valin söngvari ársins fyrir frammistöðu sína í Brúðkaupi Fígarós. Fyrir aftan hana glittir í Ernesto Camilo Aldazábal Valdés. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Cameron Corbett var verðlaunaður fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í …
Cameron Corbett var verðlaunaður fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í Ungfrú Ísland. Að baki honum sést glitta í Hilmir Jensson með plöntuna Auði í fanginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Friðrik Margrétar-Guðmundsson var verðlaunaður fyrir tónlist og hljóðmynd ársins fyrir …
Friðrik Margrétar-Guðmundsson var verðlaunaður fyrir tónlist og hljóðmynd ársins fyrir óperu sína Brím. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Hilmir Jensson voru meðal kynna …
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Hilmir Jensson voru meðal kynna kvöldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ákveðin ákvörðun þarf að taka. Ekki gera það í flýti. Taktu þér tíma til að finna hvað er raunverulega best fyrir þig. Traust byggist á eigin sannfæringu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ákveðin ákvörðun þarf að taka. Ekki gera það í flýti. Taktu þér tíma til að finna hvað er raunverulega best fyrir þig. Traust byggist á eigin sannfæringu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir