„Það er kominn tími til"

Kaleo heldur tónleika í Vaglaskógi 26. júlí.
Kaleo heldur tónleika í Vaglaskógi 26. júlí. mbl.is/Birta Margrét

Eftir tíu ár ætlar hljómsveitin Kaleo loksins að stíga aftur á svið á Íslandi og verður það gert með stæl. Í lok júlí verður haldin einstök tónlistarveisla í Vaglaskógi þar sem Kaleo leiðir dagskrána. Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og varaþingmaður Miðflokksins, hefur komið að skipulagningu tónleikanna með hljómsveitinni.

Sveitin gaf einnig nýlega út plötu sem hefur vakið mikla athygli en Forbes lýsti henni nýverið sem bestu rokkplötu ársins hingað til.

„Við erum að fara að spila í fyrsta skipti í tíu ár á Íslandi, og það er kominn tími til,“ segir forsprakki sveitarinnar, Jökull Júlíusson, í samtali við mbl.is. „Okkur fannst einhver rómantík í því að halda þessa tónleika í takt við lagið góða sem við gáfum út fyrir mörgum árum, Vor í Vaglaskógi.“

Jökull segir tíma til kominn að þeir haldi tónleika á …
Jökull segir tíma til kominn að þeir haldi tónleika á Íslandi. mbl.is/Birta Margrét

Tónleikarnir fara fram síðustu helgina í júlí og verður um einstakan viðburð að ræða. „Við Jakob erum búnir að vinna að því hörðum höndum að koma þessu á fót og fá leyfi og góða stuðningsaðila með okkur í lið.“

Eyðir tíma með sínum nánustu þegar hann er á landinu

Hvers vegna hefur það tekið tíu ár að halda tónleika í heimalandinu?

„Þegar maður kemur til Íslands vill maður auðvitað reyna að sinna sínum störfum sem sonur og bróðir og hitta sitt fólk,“ segir Jökull.

„En við ætluðum nú að vera búnir að halda tónleika fyrr og vorum búnir að skipuleggja ýmislegt þarna rétt fyrir heimsfaraldur og svo fór það svolítið á hliðina í kjölfarið, en þetta hefur gengið vel og við erum spenntir að láta verða af þessu,“ bætir hann við.

Oft með yfir hundrað tónleika á ári

Kaleo hefur verið á stöðugu ferðalagi síðasta áratuginn, með oft yfir hundrað tónleika árlega víðsvegar um heiminn. Það sem af er þessu ári hafa þeir til dæmis spilað í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum, svo dæmi séu tekin. 

Jakob segir þetta vera fallegasta stað á landinu til að halda tónleika en sjálfur er hann uppalinn á Akureyri.

„Aðalmálið hefur verið að finna réttu staðsetninguna í skóginum, það þarf að huga að mörgu eins og bílastæði, tjaldstæði og öryggis- og tæknilegir þættir og það er allt komið í góðan farveg og nú er það í sjálfu sér bara að selja miða, sem hefst í næstu viku.“

Jakob segir Vaglaskóg vera fallegasta stað á landinu til að …
Jakob segir Vaglaskóg vera fallegasta stað á landinu til að halda tónleika. mbl.is/Birta Margrét

Tónleikadagskráin hefst síðdegis á laugardegi og verður um einstaka dagskrá að ræða. „Þetta verður dásamlegur viðburður og sumir ætla að mæta deginum fyrr, koma sér fyrir með bíl og tjald í stæði og slaka á á föstudeginum, og svo hefst tónleikadagskráin á laugardeginum og Kaleo byrjar dagskrána um miðjan eftirmiðdaginn með svona „acoustic“ setti, órafmögnuðu,“ segir Jakob.

Í kjölfarið stíga ýmsir íslenskir tónlistarmenn á svið áður en Kaleo lokar kvöldinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir