Yfir sig ástfangin af eiginmanninum eftir 22 ára hjónaband

Ástin lifir að eilífu!
Ástin lifir að eilífu! Samsett mynd

Hollywood-hjónin Christy Turlington og Ed Burns fögnuðu ástinni um liðna helgi, en 22 ár eru liðin frá því þau gengu í það heilaga.

Ofurfyrirsætan birti færslu á Instagram-síðu sinni í tilefni dagsins þar sem hún óskaði eiginmanni sínum hjartanlega til hamingju með áfangann og deildi fallegum kossamyndum af þeim hjónum í gegnum árin.

„22 ára gift. 2 börn í háskóla. 2 loðin gæludýr. Of margar minningar til að telja en nokkrir sætir kossar til að minna okkur á hvar við byrjuðum og hversu langt við höfum komið saman,“ skrifar Turlington við myndaseríuna.

Hjónin giftu sig þann 7. júní 2003 eftir þriggja ára samband. Turlington og Burns ætluðu upprunalega að ganga í hjónaband í október 2001 en þau ákváðu að fresta brúðkaupinu eftir hryðjuverkaárás al-Kaída í Bandaríkjunum, 11. september 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir