Boðið upp eftir að hafa verið týnt í 150 ár

Málverkið er metið á allt að 50 milljónir íslenskra króna.
Málverkið er metið á allt að 50 milljónir íslenskra króna. Ljósmynd/Sotheby’s

Málverk eftir Turner hefur komið í leitirnar eftir að hafa verið týnt í 150 ár. Um er að ræða fyrsta verkið sem hann sýndi á ferlinum, en það verður á uppboði 28. júní til 1. júlí hjá Sotheby’s í London. Málverkið er metið á allt að 300.000 pund, eða rúmar 50 milljónir íslenskra króna.

Á verkinu getur að líta heita laug í Bristol og ber það titilinn „The Rising Squall, Hot Wells, from St Vincent’s Rock, Bristol“. Turner mun hafa verið 17 ára gamall þegar hann málaði verkið, að því er segir í frétt myndlistarmiðilsins ARTnews, en listamaðurinn sýndi það í Royal Academy árið 1793. Prestur að nafni Robert Nixon keypti verkið, en hann var viðskiptavinur á rakarastofu föður Turners. Sonur prestsins erfði verkið en síðast er vitað til þess að það hafi verið sýnt í Tasmaníu í Ástralíu árið 1858. Í meira en heila öld var ekki vitað að Turner ætti verkið en merking hans var afhjúpuð eftir að verkið var hreinsað á liðnu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir