Sæla í faðmi fjalla blárra

Vinkonurnar Sigríður Thorlacius og Hildigunnur Einarsdóttir.
Vinkonurnar Sigríður Thorlacius og Hildigunnur Einarsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig.

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram á Ísafirði dagana 17.–21. júní og býður sem fyrr upp á fjölbreytta og lifandi dagskrá þar sem kammertónlist, djass og tónlist 20. og 21. aldar koma saman. Greipur Gíslason, stjórnandi hennar, segir hátíðina bjóða upp á einstaka samveru þar sem tónlist, myndlist og náttúra Vestfjarða sameinist í menningarveislu um sumarsólstöður.

„Í ár höldum við uppteknum hætti en við erum með frekar fastmótaða formúlu að hátíðinni þar sem við viljum bjóða upp á alþjóðlega kammertónlist. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að við séum eina alþjóðlega kammertónlistarhátíðin á Íslandi. Það er engin önnur hátíð sem leggur áherslu á að flytja inn alþjóðlega kammermúsíkanta ár eftir ár,“ segir hann spurður út í sérstöðu hátíðarinnar. „Samhliða því bjóðum við upp á að íslenskir tónlistarnemendur geti komið og lært af þessum alþjóðlegu kammermúsíköntum hvað beri að hafa í huga varðandi kammertónlistarflutning.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir