Dua Lipa staðfestir orðróminn

Callum Turner og Dua Lipa eru trúlofuð.
Callum Turner og Dua Lipa eru trúlofuð. AFP

Söngkonan Dua Lipa og leikarinn Callum Turner eru trúlofuð. Hún staðfesti þetta í viðtali við breska Vogue á dögunum. Hún sagði þetta allt vera mjög spennandi. 

Orðrómur um meinta trúlofun fór af stað eftir að myndir sáust af stórum demantshring á baugfingri hennar um síðustu jól. Nú hefur hún loksins sagt frá gleðifréttunum.

„Já, við erum trúlofuð. Þetta er mjög spennandi. Þessi ákvörðun að verða gömul saman, að sjá lífið saman og vera bestu vinir að eilífu. Þetta er sérstök tilfinning," sagði hún. 

Turner lét sérsmíða hringinn og ráðfærði hann sig við bestu vinkonur hennar og systur hennar, Rinu. 

„Ég er heilluð af hringnum. Það er gott að vita að manneskjan sem þú ætlar að verja lífinu með þekkir þig svona vel.

Parið fór að stinga saman nefjum í janúar á síðasta ári. Þau hafa ekki enn ákveðið hvenær brúðkaupið verður.

Vogue

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir