Fimm metra hátt verk í Hallgrímskirkju

„Við setjum verkið í nýtt samhengi, en það er fimm …
„Við setjum verkið í nýtt samhengi, en það er fimm metra hátt og gert úr böndum í mismunandi litum, þetta er endurunninn textíll sem ég ríf niður og raða svo litunum upp.“ mbl.is/Karítas

„Þegar verkið var hluti af samsýningu í fyrra á Korpúlfsstöðum vegna 50 ára afmælis Textílfélagsins fengum við Ægis Zita sýningarstjórinn minn þessa hugmynd saman, að það væri stórkostlegt ef þetta verk fengi meira rými. Við létum okkur dreyma um fallegasta sýningarrými sem væri í boði, sjálfa Hallgrímskirkju, svo að við lögðumst í heimildar- og rannsóknarvinnu, gerðum greinargerð með rökstuðningi og bjuggum til þrívítt módel til að sýna hvernig þetta myndi líta út. Í framhaldinu fórum við til fundar við teymi í kirkjunni og gerðum tilboð um að sýna verkið þar,“ segir Ídris Róbertsdóttir textíllistakona, en einkasýning hennar, annar gluggi til hægri, verður opnuð í dag, sunnudaginn 15. júní, í Hallgrímskirkju.

Annar gluggi til hægri er innsetning þar sem textíll ræður ríkjum, eitt elsta listform veraldar sem hefur fengið aukna og verðskuldaða athygli á undanförnum árum. Alla tíð hefur verið mjög rík hefð fyrir textíl í kirkjum, hann er samofinn sögu kristni, hvort sem það eru höklarnir sem prestar bera eða altarisklæðin.

Ídris Róbertsdóttir textíllistakona.
Ídris Róbertsdóttir textíllistakona. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir