Kemestrían prýðileg

Barbara Hannigan er, að mati rýnis, einkar frumlegur listamaður. Hún …
Barbara Hannigan er, að mati rýnis, einkar frumlegur listamaður. Hún syngur og stýrir hljómsveitinni. mbl.is/Hákon

Það eru vægast sagt bundnar miklar vonir við að kanadíski hljómsveitar­stjórinn og söngkonan Barbara Hannigan taki við Sinfóníuhljómsveit Íslands haustið 2026. Þau skipti sem hún hefur unnið með hljómsveitinni hafa skilað frábærum árangri en ekki bara það, efnisskráin á tónleikum Hannigan í Hörpu hingað til hefur verið einkar fjölbreytt og framúrstefnuleg miðað við það sem oft gengur og gerist.

Tónleikagestir hafa þannig fengið að heyra verk eftir Charles Ives, Arnold Schönberg, Alban Berg, George Gershwin, Golfam Khayam, Joseph ­Haydn, Gustav Mahler, Richard Strauss, Francis Poulenc, Aaron Copland, Jacques Offenbach og Kurt Weill (við erum sem sagt ekki að tala um Bach, Mozart, Beethoven, Brahms og Bruckner). Þetta er hressandi og brýtur að mörgu leyti upp hefðbundna (staðlaða) prógrammeringu og það er ekkert nema gott um það að segja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frjálsleg orka fylgir deginum og hvetur til nýbreytni. Taktu skref út fyrir vanann og prófaðu eitthvað annað. Ný upplifun gæti verið ánægjuleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frjálsleg orka fylgir deginum og hvetur til nýbreytni. Taktu skref út fyrir vanann og prófaðu eitthvað annað. Ný upplifun gæti verið ánægjuleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir