Í agnarsmáu bikiníi á Ibiza

Katie Price nýtur sín á Ibiza.
Katie Price nýtur sín á Ibiza. Samsett mynd

Breska glamúrfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Katie Price hefur heldur betur verið að njóta sín á eyjunni sem aldrei sefur, Ibiza, ef marka má færslur hennar í story á Instagram síðustu daga.

Price, sem er 47 ára og fimm barna móðir, skellti sér á djammið ásamt hópi ungra og sólbrúnna karlmanna, klædd efnislitlu rauðu bikiníi sem huldi ekki mikið, en glamúrfyrirsætan hefur aldrei verið feimin við að sýna línurnar.

Price hefur gjörbreytt líkama sínum með óteljandi lýtaaðgerðum á síðastliðnum árum og hefur meðal annars gengist undir 17 brjóstastækkanir, sex andlitslyftingar og rándýrar tannviðgerðir.

Glamúrfyrirsætan, sem var úrskurðuð gjaldþrota í annað sinn á síðasta ári, virðist hafa litlar sem engar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni enda ferðast hún vítt og breitt um heiminn, þá helst til Tyrklands í aðgerðir, í stað þess að greiða upp skuldir sínar.

Price er sögð skulda 760.000 pund eða það sem samsvarar 135 milljónum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir