Tónlistar- og matarhátíðinni Lóu hefur verið aflýst.
Hátíðin átti að fara fram í Laugardalnum um helgina og áttu fjölmargir innlendir og erlendir tónlistarmenn að stíga á svið.
„Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur að Lóa festival hefur verið aflýst vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Nú þegar hefur verið samið við fjölda listamanna sem áttu að koma á hátíðinni og munu þeir koma fram á öðrum viðburðum síðar.
Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóg og hjálpuðu okkur með verkefnið og öllum sem höfðu trú á því að Lóa festival gæti orðið styrkur fyrir menningarlíf Reykjavíkurborgar. Allir miðar verða endurgreiddir sjálfkrafa á Tix.is,“ segir í færslu hátíðarinnar á Facebook.
Posted by Lóamusicfestival on Þriðjudagur, 17. júní 2025